Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentADCC 2017 úrslit

ADCC 2017 úrslit

ADCC 2017 fór fram um helgina í Finnlandi. Mótið er sterkasta glímumót heims en hér má sjá úrslit mótsins.

Á laugardeginum fóru fyrstu umferðirnar í þyngdarflokkunum fram en í gær fóru undanúrslit og úrslit fram auk opinna flokka.

Hinn 37 ára Rubens Charles ‘Cobrinha’ tók -66 kg flokkinn þriðja árið í röð eftir sigur á AJ Agazarm í úrslitunum. Hann er nú í 2. sæti yfir flesta sigra á ADCC ásamt keppendum eins og Mark Kerr, Royler Gracie, Ricardo Arona, Gabi Garcia, Kyra Gracie og Hannette Staack en Marcelo Garcia er með flesta sigra á ADCC eða fern gullverðlaun.

Yuri Simoes sigraði -99 kg flokkinn en hann tók -88 kg flokkinn fyrir tveimur árum. Í opnum flokki var það Felipe Pena sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Gordon Ryan í úrslitunum. Ryan átti mjög góða helgi en hann vann -88 kg flokkinn.

-66 kg flokkur karla

Gull: Rubens Charles
Silfur: AJ Agazarm
Brons: Paulo Miyao

-77 kg flokkur karla

Gull: JT Torres
Silfur: Lucas Lepri
Brons: Vagner Rocha

-88 kg flokkur karla

Gull: Gordon Ryan
Silfur: Keenan Cornelius
Brons: Alexandre Ribeiro

-99 kg flokkur karla

Gull: Yuri Simoes
Silfur: Felipe Pena
Brons: Jackson Souza

+99 kg flokkur karla

Gull: Marcus Almeida
Silfur: Orlando Sanchez
Brons: Roberto Abreu

Opinn flokkur karla:

Gull: Felipe Pena
Silfur: Gordon Ryan
Brons: Marcus Almeida

-60 kg flokkur kvenna:

Gull: Beatrix Mesquita
Silfur: Bianca Basilio
Brons: Michelle Nicolini

+60 kg flokkur kvenna

Gull: Gabi Garcia
Silfur: Talita Nogueira
Brons: Jessica Oliveira

Ofurglímur

Renzo Grazie sigraði Sanae Kikuta eftir refsistig
Chael Sonnen sigraði Leo Viera á stigum

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular