Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngþór Örn fær nýjan andstæðing á FightStar

Ingþór Örn fær nýjan andstæðing á FightStar

Ingþór Örn Valdimarsson er kominn með nýjan andstæðing fyrir bardaga sinn á FightStar bardagakvöldinu þann 7. október.

Fenrismaðurinn Ingþór Örn Valdimarsson mun snúa aftur í búrið í október, áratugi eftir sinn fyrsta MMA bardaga. Ingþór barðist á Adrenaline 1 bardagakvöldinu í Danmörku þann 5. maí 2007 en sama kvöld tók Gunnar Nelson sinn fyrsta MMA bardaga. Ingþór tapaði þeim bardaga en er nú loksins kominn með annan bardaga. Síðan Ingþór tók sinn fyrsta MMA bardaga hefur hann fengið svarta beltið í júdó og brasilísku jiu-jitsu og tekið nokkra box bardaga.

Ingþór átti upphaflega að mæta Dawid Panfil (0-0) í millivigt (84 kg) en Panfil slasaðist og getur því ekki barist. Í hans stað kemur öllu reyndari andstæðingur, Pelu ‘The Nigerian Diamond’ Adetola (3-6). Bardaginn fer fram í 88 kg hentivigt.

Sex Íslendingar keppa á FightStar 12 bardagakvöldinu þann 7. október í London. Bjarki Þór Pálsson verður í aðalbardaga kvöldsins en hann og Ingþór keppa atvinnubardaga þetta kvöld. Þeir Bjarki Pétursson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Þorgrímur Þórarinsson og Magnús Ingi Ingvarsson keppa allir áhugamannabardaga. Þeir eru nú allir staddir í Fenri á Akureyri í æfingabúðum fyrir bardagana.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular