Undirbúningur Conor McGregor fyrir bardagann gegn Nate Diaz hefur ekki verið ókeypis. Conor er staðráðinn í að sýna að hann geti unnið Nate Diaz og ætlar að koma gríðarlega undirbúinn til leiks.
Conor McGregor hélt blaðamannafund á föstudagskvöldið. Blaðamannafundurinn fór fram í Las Vegas en þar hefur hann dvalið síðustu vikurnar í undirbúningi fyrir bardagann gegn Nate Diaz.
Conor greindi frá því að kostnaðurinn við æfingabúðirnir séu 300.000 dollarar eða rúmar 35 milljónir króna.
„Æfingaaðstaðan, bílarnir, samgöngur, flug, húsnæðið, við höfum sennilega eytt svona 300.000 dollurum í þessar æfingabúðir. Það er mikill kostnaður en ég þéna vel. Þegar við horfum á heildarmyndina er þetta ekki mikið,“ sagði Conor.
Conor hefur leigt glæsilega villu í Las Vegas þar sem hann og lið hans hefur dvalið í á meðan á æfingabúðunum stendur. Þá er nokkuð öruggt að Conor hefur ekki tekið neinar bíldruslur á bílaleigunni.
Bardaginn gegn Nate Diaz fer fram eftir aðeins sex daga á UFC 202 þann 20. ágúst.
Líkurnar er íranum ekki í vil ég ég spái honum samt sigur.