spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAf hverju fannst ekkert í blóðsýni Jon Jones?

Af hverju fannst ekkert í blóðsýni Jon Jones?

Jon Jones féll aftur á lyfjaprófi á dögunum. Nú hefur það hins vegar komið fram að ekkert hafi fundist í blóðsýni Jon Jones sem tekið var kvöldið sem hann barðist við Daniel Cormier.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier á UFC 214 þann 29. júlí. Nokkrum vikum síðar greindi USADA frá því að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var eftir vigtunina daginn fyrir bardagann (28. júlí). Í lyfjaprófinu (þvagsýni) fannst anabólíski sterinn Turinabol.

USADA greindi svo frá því á dögunum að ekkert hefði fundist í lyfjaprófinu sem tekið var kvöldið sem hann barðist við Daniel Cormier. Lyfjaprófið það kvöld (29. júlí) var hins vegar blóðsýni en þau lyfjapróf greina ekki sterann Turinabol. Það lyfjapróf hefði því aldrei fundið sterann ef hann var í kerfi Jon Jones þann dag.

Þetta mál er ansi sérstakt enda stóðst Jones tvö óvænt lyfjapróf (6. og 7. júlí) en féll á eina lyfjaprófinu sem hann vissi nákvæmlega hvenær hann færi í. Bæði óvæntu lyfjaprófin voru blóð- og þvagsýni samkvæmt tilkynningu frá USADA.

Enn á eftir að svipta Jones titlinum en verið er að bíða eftir niðurstöðu B-sýnisins. Talið er að þær niðurstöður komi í ljós eftir tvær vikur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular