spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlbert Tumenov mætir Leon Edwards á UFC 204

Albert Tumenov mætir Leon Edwards á UFC 204

Albert TumenovAlbert Tumenov, sem Gunnar Nelson sigraði í maí, mun mæta Leon Edwards. Bardaginn fer fram á UFC 204 í Manchester þann 8. október.

Þetta verður fyrsti bardagi Tumenov eftir tapið gegn Gunnari í maí en Gunnar sigraði Tumenov með hengingu í 2. lotu. Þetta var annað tap Tumenov í UFC en fyrir bardagann gegn Gunnari var hann með fimm sigra í röð.

Leon Edwards barðist einnig á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam líkt og Tumenov. Þar sigraði hann Dominic Waters í skemmtilegum bardaga. Þess má geta að yngri bróðir hans, Fabian Edwards, barðist við Hrólf Ólafsson í áhugamannabardaga í apríl.

UFC 204 verður stórt bardagakvöld í Evrópu en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Michael Bisping og Dan Henderson um millivigtartitilinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular