spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexa Grasso náði ekki vigt og bardaginn blásinn af

Alexa Grasso náði ekki vigt og bardaginn blásinn af

Alexa Grasso var langt frá því að ná vigt fyrr í dag. Bardagi hennar gegn Claudia Gadelha hefur því verið blásinn af.

Alexa Grasso og Claudia Gadelha áttu að mætast á UFC 246 á laugardaginn í 115 punda strávigt. Grasso var hins vegar 121,5 pund í vigtuninni í dag og hefur NAC (íþróttasambandið í Nevada) ákveðið að bardaginn fari ekki fram. Gadelha og Grasso vildu báðar berjast en NAC setti fótinn fyrir dyrnar.

Þetta er í annað sinn sem Grasso nær ekki vigt. Þetta var stórt tækifæri fyrir báðar enda átti bardaginn að vera á aðalhluta bardagakvöldsins.

Ekki er vitað að svo stöddu hvaða bardagi verði færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins en þetta er annar bardaginn sem dettur af bardagakvöldinu í vikunni. Fyrr í vikunni féll niður bardagi Chas Skelly og Grant Dawson þar sem Dawson féll á lyfjaprófi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular