0

Alexander Gustafsson mætir Glover Teixeira í Stokkhólmi í maí

Svíinn Alexander Gustafsson mætir Glover Teixeira á UFC bardagakvöldinu í Stokkhólmi. Bardagakvöldið fer fram þann 28. maí og verður þetta aðalbardagi kvöldsins.

Þetta herma heimildir MMA Fighting og samkvæmt MMA Viking mun bardaginn verða staðfestur af UFC á þriðjudaginn. Alexander Gustafsson er stærsta MMA stjarna Svíþjóðar og kemur því ekki á óvart að hann skuli vera í aðalbardaganum.

Gustafsson hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ekki barist síðan í september. Til stóð að Gustafsson myndi mæta Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira í nóvember en Gustafsson neyddist til að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Glover Teixeira sigraði Jared Cannonier á UFC 208 fyrr í mánuðinum en þar áður var hann illa rotaður af Anthony Johnson.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Glover Teixeira og Alexander Gustafsson hafa átt að mætast en þeir áttu að mætast í júní 2015 áður en Gustafsson meiddist.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.