spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlistair Overeem kemur líklegast til Íslands í sumar

Alistair Overeem kemur líklegast til Íslands í sumar

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þungavigtarmaðurinn Alistair Overeem er líklegast á leið hingað til Íslands. Overeem barðist á sama bardagakvöldi og Gunnar um helgina og lýsti þá yfir áhuga á að koma til Íslands.

Alistair Overeem sigraði Andrei Arlovski um helgina í aðalbardaga kvöldsins. Hollendingurinn Overeem var á heimavelli og hlaut gríðarlegan stuðning úr stúkunni.

Eftir blaðamannafundinn átti hann spjall við Gunnar Nelson og lýsti þá yfir áhuga á að koma til Íslands. Overeem hafði svo samband aftur í dag og langar hann að koma hingað í júní eða júlí. Mögulega mun hann halda námskeið í Mjölni en Overeem er einn færasti sparkboxarinn í MMA í dag.

Overeem á marga stóra titla að baki en hefur ekki enn unnið titil í UFC. Eftir sigur hans á Arlovski um helgina gæti hann fengið næsta titilbardaga í þungavigtinni en barist verður um þungavigtartitilinn á laugardaginn.

Mynd: Ryan O'Leary
Gunnar ásamt risunum Stefan Struve og Overeem. Mynd: Ryan O’Leary
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular