Þungavigtarmaðurinn Alistair Overeem er líklegast á leið hingað til Íslands. Overeem barðist á sama bardagakvöldi og Gunnar um helgina og lýsti þá yfir áhuga á að koma til Íslands.
Alistair Overeem sigraði Andrei Arlovski um helgina í aðalbardaga kvöldsins. Hollendingurinn Overeem var á heimavelli og hlaut gríðarlegan stuðning úr stúkunni.
Eftir blaðamannafundinn átti hann spjall við Gunnar Nelson og lýsti þá yfir áhuga á að koma til Íslands. Overeem hafði svo samband aftur í dag og langar hann að koma hingað í júní eða júlí. Mögulega mun hann halda námskeið í Mjölni en Overeem er einn færasti sparkboxarinn í MMA í dag.
Overeem á marga stóra titla að baki en hefur ekki enn unnið titil í UFC. Eftir sigur hans á Arlovski um helgina gæti hann fengið næsta titilbardaga í þungavigtinni en barist verður um þungavigtartitilinn á laugardaginn.
jei! mesti drullusokkurinn í MMA … myndi bara afþakka komu hans takk.