Saturday, May 4, 2024
HomeErlentAllir náðu vigt fyrir UFC 261

Allir náðu vigt fyrir UFC 261

Það var ekkert vesen í vigtuninni fyrir UFC 261 sem fram fór fyrr í dag. Allir þrír titilbardagarnir eru staðfestir og náðu allir 26 bardagamenn kvöldsins tilsettri þyngd.

Í aðalbardaga kvöldsins á UFC 261 mætast þeir Kamaru Usman og Jorge Masvidal um veltivigtartitilinn. Usman var 169,5 pund og Jorge Masvidal 170 pund slétt.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Weili Zhang og Rose Namajunas um 115 punda strávigtartitilinn. Meistarinn Zhang var 114,5 pund og áskorandinn Rose Namajunas sömuleiðis. Í þriðja titilbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Andrade um 125 punda fluguvigtartitilinn en báðar voru 124,5 pund.

Allir 26 bardagamenn náðu vigt og eru því allir 13 bardagarnir á dagskrá á morgun. Í fyrsta sinn í langan tíma var sjónvarpsvigtun með áhorfendum enda fer UFC 261 fram með fulla höll af áhorfendum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular