Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentAnderson Silva berst ekki um helgina

Anderson Silva berst ekki um helgina

anderson silvaGoðsögnin Anderson Silva mun ekki berjast á UFC 198 um helgina. Silva er með gallsteina og getur af þeim sökum ekki mætt Uriah Hall.

Silva kvartaði yfir magaverk á mánudaginn og við frekari athugun kom í ljós að Silva væri með gallsteina. Silva fór í aðgerð í dag [miðvikudag] þar sem gallblaðran var fjarlægð. Aðgerðin gekk vel og mun hann geta byrjað aftur að æfa eftir fjórar til sex vikur.

UFC tókst ekki að fá nýjan andstæðing fyrir Uriah Hall og mun hann því ekki berjast um helgina. UFC 198 er engu að síður frábært bardagakvöld en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Fabricio Werdum og Stipe Miocic.

Í stað bardaga Hall og Silva mun bardagi Warlley Alves og Bryan Barbarena vera á aðalhluta bardagakvöldsins. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular