spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva kemur í stað Jon Jones og mætir Daniel Cormier

Anderson Silva kemur í stað Jon Jones og mætir Daniel Cormier

Anderson Silva Daniel CormierGoðsögnin Anderson Silva kemur inn með aðeins tveggja daga fyrirvara og mætir Daniel Cormier á UFC 200. Silva kemur í stað Jon Jones eftir að Jones féll á lyfjaprófi.

Bardaginn fer fram í léttþungavigt en ekki er um titilbardaga að ræða. Cormier fær því að berjast eftir langan og strangan undirbúning þó hann hefði auðvitað kosið að mæta Jones frekar en Silva.

Anderson Silva er 41 árs og hefur ekki unnið bardaga (án þess að falla á lyfjaprófi) síðan í október 2012. Síðast tapaði hann fyrir Michael Bisping í London í febrúar. Silva átti að mæta Uriah Hall í maí en nokkrum dögum fyrir bardagann þurfti hann að fara í gallblöðruaðgerð. Hann kemur því inn í þennan bardaga með tveggja daga fyrirvara og nýbúinn að fara í aðgerð. Cormier er talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum en aldrei áður hefur Silva verið lítilmagni hjá veðbönkum á UFC ferli sínum.

Silva var nú þegar í Las Vegas (þar sem UFC 200 fer fram) þar sem hann átti að vera viðstaddur heiðursathöfn fyrir vin sinn Antonio ‘Big Nog’ Nogueira. Bardaginn verður þriðji síðasti bardagi kvöldsins en upphaflega átti bardagi Cormier og Jones að vera aðalbardaginn. Aðalbardaginn á UFC 200 núna er titilbardagi í bantamvigt kvenna á milli Miesha Tate og Amanda Nunes.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular