spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva og Vitor Belfort mætast í annað sinn í mars

Anderson Silva og Vitor Belfort mætast í annað sinn í mars

anderson belfortUFC 197 fer fram þann 5. mars í Brasilíu. Talið er líklegt að aðalbardagi kvöldsins verði á milli Anderson Silva og Vitor Belfort.

Fyrri bardagi þeirra fór fram á UFC 126 í febrúar 2011. Þá var Silva millivigtarmeistari UFC og leit út fyrir að vera ósigrandi. Bardaginn var fremur rólegur þangað til þetta gerðist:

anderson-silva-vitor-belfort

Silva fylgdi sparkinu eftir með höggum í gólfinu og er þetta eitt eftirminnilegasta rothögg síðari ára í UFC.

Silva er um þessa mundir að afplána 12 mánaða keppnisbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi á árinu. Bannið tók gildi þann 31. janúar eftir sigur hans á Nick Diaz. Sigurinn var síðar dæmdur ógildur og mun banninu ljúka 31. janúar 2016. Silva er 40 ára gamall og spurning hversu lengi hann á eftir að geta barist.

Vitor Belfort sigraði síðast Dan Henderson fyrr í mánuðinum eftir rothögg í fyrstu lotu. Hann er orðinn 38 ára gamall og hafa síðustu þrjú töpin hans öll komið í titilbardögum. Síðasta tap hans sem var ekki í titilbardaga var gegn fyrrnefndum Dan Henderson árið 2006.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular