Sunday, April 14, 2024
HomeErlentConor McGregor talar um athyglina, Aldo og Jimmy Kimmel

Conor McGregor talar um athyglina, Aldo og Jimmy Kimmel

Conor viðtalConor McGregor var í skemmtilegu viðtali við Severe MMA í gærkvöldi. Í viðtalinu fór hann um víðan völl en talaði að sjálfsögðu um Aldo.

Aðspurður hvort Jose Aldo muni mæta þann 12. desember hafði McGregor þetta að segja: „Sjáum til. Ég verð þarna og hef klárað erfiðar æfingabúðir. Hverjum er ekki sama hvort hann mæti eða ekki. Ég verð þarna. Ég vona að hann mæti en ég er ekki viss.“

Conor McGregor er nú á leið til Los Angeles þar sem hann mun dvelja næstu tvær vikurnar. „Það hentar vel. Fjölmiðlaskyldurnar eru í Los Angeles, við þurfum að mæta í þáttinn hjá Jimmy Kimmel. Ég horfi ekki á neitt af þessu drasli, ég geri bara mitt. Ég verð þarna í 10-12 daga, fæ smá brúnku enda vantar mig smá D-vítamín og svo fer ég til Las Vegas og berst.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular