Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnderson Silva þjálfar ekki í TUF: Brazil

Anderson Silva þjálfar ekki í TUF: Brazil

Anderson-SilvaAnderson Silva hefur verið vikið úr starfi þjálfara í fjórðu þáttaröð raunveruleikaþáttarins The Ultimate Fighter: Brazil. Í hans stað kemur Antonio Rodrigo Nogueira.

Íþróttasamband Nevada-fylkis bað um að Silva tæki ekki þátt í TUF þar sem hann er í keppnisbanni. Vegna bannsins getur hann ekki fengið leyfi til að vera í horni bardagamanna og því getur hann ekki tekið þátt.

Dana White, forseti UFC, sagði í síðustu viku að Silva myndi þjálfa annað liðið í TUF þrátt fyrir keppnisbannið, en UFC varð við beiðni íþróttasambandsins.

Antonio Rodrigo Nogueira, fyrrverandi þungavigtarmeistari UFC og Pride, kemur í stað Silva og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira, verður aðstoðarþjálfari. Mauricio ‘Shogun’ Rua þjálfar liðið sem keppir á móti þeim.

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular