Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaHector Lombard féll á lyfjaprófi

Hector Lombard féll á lyfjaprófi

UFC on FX: Lombard v PalharesHector Lombard féll á lyfjaprófi sem hann tók að kvöldi 3. janúar, sama kvöld og hann barðist á UFC 182. Það skýrir hvers vegna áætluðum bardaga hans við Rory MacDonald á UFC 186 var aflýst.

Samkvæmt skýrslu íþróttasambands Nevada fannst sterinn desoxymethyltestosterone í sýni Lombard. Á Wikipedia stendur að sterinn sé einn sá fyrsti sem var hannaður og markaðssettur sérstaklega fyrir íþrótta- og vaxtarræktarmenn til að bæta frammistöðu þeirra.

Lombard þarf að reyna að útskýra niðurstöður lyfjaprófsins fyrir íþróttasambandi Nevada, sem ákveður hvaða refsingu hann fær. Enn um sinn er óvíst hvaða áhrif þetta hefur á bardagaferil hans. Líklega verður sigur hans á UFC 182 dæmdur ógildur og hann sendur í langt keppnisbann.

UFC leitar nú að nýjum andstæðingi fyrir MacDonald.

Lombard er 37 ára gamall og situr í fimmta sæti í veltivigt á styrkleikalista UFC. Hann sigraði Josh Burkman eftir dómaraákvörðun á UFC 182 og hafði þar með unnið þrjá bardaga í röð í veltivigt. Lombard var millivigtarmeistari Bellator áður en hann kom til UFC.

Josh Burkman stóðst lyfjaprófið sitt.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular