Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeForsíðaTitilbardagi kemur í stað Lombard vs. MacDonald á UFC 186

Titilbardagi kemur í stað Lombard vs. MacDonald á UFC 186

johnsonBardagi Hector Lombard og Rory MacDonald hefur verið tekinn af dagskrá UFC 186 en í stað hans kom titilbardagi í fluguvigt milli Demetrious Johnson og Kyoji Horiguchi.

UFC gaf ekki upp hvers vegna bardaga Lombard og MacDonald var aflýst, né hvort hann fari fram síðar.

Titilbardagi Johnson og Horiguchi verður næstsíðasti bardagi kvöldsins. Johnson er fyrsti titilhafinn í fluguvigt og hefur varið titilinn fimm sinnum, síðast gegn Chris Cariaso á UFC 178. Hann hefur alls unnið sjö bardaga í röð.

Horiguchi er í áttunda sæti í fluguvigt á styrkleikalista UFC og hefur unnið alla fjóra bardaga sína í UFC til þessa. Hann barðist síðast á UFC 182 þar sem hann sigraði Louis Gaudinot eftir dómaraákvörðun. Horiguchi hefur alls unnið níu bardaga í röð, þar af þrjá í fluguvigt og var bantamvigtarmeistari Shooto-bardagasambandsins áður en hann hóf keppni í UFC.

Fyrirfram bjuggust flestir við því að Demetrious Johnson myndi mæta sigurvegaranum í bardaga Ian McCall og John Lineker, sem fór fram á UFC 183. Lineker vann, en þar sem hann virðist ekki geta verið undir þyngdarhámarkinu í fluguvigt verður hann skikkaður til að berjast í bantamvigt. Því miður eru ekki margir öflugir keppendur í fluguvigt sem Johnson hefur ekki þegar sigrað á afgerandi hátt og það er líklega ástæða þess að UFC kaus að gefa Horiguchi tækifærið – þó hann sé bara í áttunda sæti styrkleikalistans.

UFC 186 fer fram 25. apríl í Montreal í Kanada og aðalbardagi kvöldsins verður titilbardagi í bantamvigt milli T.J. Dillashaw og Renan Barao. Fabio Maldonado gegn Quinton ‘Rampage’ Jackson og Michael Bisping gegn CB Dollaway eru einnig á dagskrá kvöldsins.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular