0

Anthony Johnson semur við Bellator

Bellator hefur samið við Anthony ‘Rumble’ Johnson. Johnson hefur ekki barist síðan 2017 en snýr nú aftur í búrið.

Anthony Johnson er orðinn 36 ára gamall og lagði hanskana á hilluna í apríl 2017 eftir tap gegn Daniel Cormier í léttþungavigt. Síðan þá fór hann í kraftlyftingar og var kominn vel yfir 100 kg á tímabili.

Hann hefur hugað að endurkomu á þessu ári en hefur nú ákveðið að semja við Bellator. Johnson mun keppa í léttþungavigt Bellator en hans fyrsti bardagi þar verður á fyrstu sex mánuðum næsta árs.

Johnson var meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC frá 2014 til 2017 en eftir sitt annað tap í titilbardaga ákvað hann að hætta í MMA. Það verður áhugavert að fylgjast með framgöngu hans í Bellator en hann hefur unnið 16 af 22 bardögum sínum með rothöggi.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.