Anthony Pettis hefur ákveðið að semja ekki aftur við UFC. Pettis ætlar að söðla um og er nú laus allra mála hjá UFC.
Anthony Pettis sigraði Alex Morono á UFC bardagakvöldinu um síðustu helgi. Það var síðasti bardaginn á samningnum hans við UFC og ætlar hann ekki að semja aftur við UFC.
After 12 years I’ve decided to part ways with the UFC to explore free agency.
— Anthony Pettis (@Showtimepettis) December 23, 2020
Thank you @ufc @danawhite 🙏👊🤝 pic.twitter.com/pJtBo2Hpxc
— Anthony Pettis (@Showtimepettis) December 23, 2020
Pettis þakkaði UFC kærlega fyrir árin en hann var léttvigtarmeistari UFC frá 2013-2015. Þar áður var hann í WEC (sem UFC átti) og hefur hann því lengi verið í UFC fjölskyldunni.
Pettis segist ekki vera hættur en léttvigtarmeistari Bellator hefur þegar boðið hann velkomin í Bellator.
See you soon! https://t.co/vUmCjRj7qt
— Patricky Freire (@PatrickyPitbull) December 23, 2020
Pettis er 33 ára gamall og verður áhugavert að sjá hver næstu skref hans verða.