spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Pettis yfirgefur UFC

Anthony Pettis yfirgefur UFC

Anthony Pettis hefur ákveðið að semja ekki aftur við UFC. Pettis ætlar að söðla um og er nú laus allra mála hjá UFC.

Anthony Pettis sigraði Alex Morono á UFC bardagakvöldinu um síðustu helgi. Það var síðasti bardaginn á samningnum hans við UFC og ætlar hann ekki að semja aftur við UFC.

Pettis þakkaði UFC kærlega fyrir árin en hann var léttvigtarmeistari UFC frá 2013-2015. Þar áður var hann í WEC (sem UFC átti) og hefur hann því lengi verið í UFC fjölskyldunni.

Pettis segist ekki vera hættur en léttvigtarmeistari Bellator hefur þegar boðið hann velkomin í Bellator.

Pettis er 33 ára gamall og verður áhugavert að sjá hver næstu skref hans verða.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular