spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁrið gert upp: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)

Árið gert upp: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)

helgi rafnÁrið 2014 var skemmtilegt ár í bardagaíþróttum bæði hér heima og erlendis. Við fengum aðila frá helstu bardagaklúbbum á Íslandi til að gera upp árið 2014. Í dag gerir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Sleipnis, upp árið.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í MMA á heimsvísu?

Það var mikið af frábærum hlutum að gerast í MMA. Mér fannst áhugavert að sjá Reebok fatasamninginn og ég er fróður að sjá hvernig rætist úr honum. Það var mjög mikið um að vera fyrir „nýja“ menn í UFC þar sem margir gamlir meistarar voru fjarri góðu gamni. Sumir menn virtust ósigrandi í mörg ár eins og t.d. GSP, Anderson Silva og BJ Penn en þeir eru allir annað hvort farnir frá sportinu eða í engum titilhugmyndum og mikið rót er á meisturum í UFC. T.d. má þar nefna TJ Dillashaw sem var að mínu mati maður ársins í UFC, en hann tók titilinn af Renan Barao í bantamvigtinni og greyið Dominick Cruz er í eilífu meiðslastandi.

Í fjaðurvigtinni er mikið um að vera t.d. allt sem viðkemur Conor McGregor og topp 4-5 listanum í þeim flokki. Það verður spennandi að sjá hvernig sá flokkur fer á árinu og hvort einhver nái að stöðva Jose Aldo sem er búinn að vera meistarinn í þessum flokki um ár og aldir.

Í léttvigtinni er Anthony Pettis maðurinn þessa daganna en erfitt að meta raunverulega hversu lengi hann verður þarna, bara búinn að verja titilinn einu sinni á móti Gilbert Melendez og virðist einnig vera gjarn á að vera lengi frá vegna meiðsla.

Johny Hendricks og Robbie Lawler áttu góðar rimmur á árinu og nú eru Lawler meistari í veltivigtinni. Ég held að þessi flokkur muni skipta um meistara ört næstu árin.

Crish Weidman gæti verið maðurinn til að halda millivigtarbeltinu í langan tíma þótt hann sé nýkominn með það og verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á móti Vitor Belfort í febrúar ef sá bardagi verður einhvern tímann.

Jon Jones er meistarinn í léttþungavigtinni og von á rosalegum bardaga nú á laugardag þegar hann keppir við ofurglímumanninn Daniel Cormier. Sá bardagi er búinn að vera í járnunum í langan tíma.

Í þungavigtinni vann Fabricio Verdum svo interim meistarabeltið og á að keppa við Cain Velazques einhvern tímann í náinni framtíð.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í bardagaíþróttum á Íslandi?

Frábært gengi keppnishópsins í Mjölni og auðvitað allir bardagar Gunnars Nelson í UFC. Bardagi Gunna á móti Omari Akhmedov var frábær og svo fannst mér Magnús Ingi Ingvarsson eiga hrikalega flotta bardaga að öðrum ólöstuðum.

Taekwondo-ið er að koma sterkt inn á Íslandi en íþróttamenn Reykjanesbæjar, Árborgar og Sandgerðis eru allir úr taekwondo. Íslenska liðið sigraði bæði Norðurlandamótið og Opna Skoska mótið í taekwondo. Meisam Rafiei fékk A-styrk frá ÍSÍ til að reyna að komast á Ólympíuleikana í Ríó. Liðið okkar í Keflavík var feykisterkt og sigraði alla innlenda titla með nokkrum yfirburðum og Ástrós Brynjarsdóttir var valin íþróttamaður Reykjanesbæjar annað árið í röð sem er mikill heiður.

Hvernig var árið hjá ykkur?

Árið okkar í Sleipni var yndislegt. Við áttum margar góðar glímur á mótunum og nokkra titla. Ég hlakka til að hefja þetta ár af krafti.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular