0

Aron Kevinsson með sigur í 1. lotu

Ívar og Aron.
Mynd: Reykjavík MMA

Aron Kevinsson sigraði fyrr í dag bardaga sinn á Vision MMA Combat bardagakvöldinu á Englandi. Aron kláraði bardagann með uppgjafartaki í 1. lotu.

Vision MMA Combat bardagakvöldið fer fram í 3. sinn en bardagakvöldið fer fram í Carlisle á Englandi.

Aron Kevinsson (0-1 fyrir bardagann) mætti Paul Corrie (1-4 fyrir bardagann) í veltivigt í áhugamannabardaga. Aron berst undir merkjum Reykjavík MMA en bardaganum var streymt á Facebook síðu félagsins.

Corrie byrjaði á að pressa Aron og tók hann niður nálægt búrinu. Aron er hins vegar lunkinn af bakinu og var ekki lengi að læsa „triangle“ hengingu af bakinu. Paul Corrie streittist á móti og reyndi að losa sig úr hengingunni en neyddist til að tappa út að lokum eftir 1:41 í 1. lotu. Flottur sigur hjá Aroni er hann nú 1-1 sem áhugamaður í MMA.

Síðar í kvöld berst Ívar Orri Ómarsson, einnig frá Reykjavík MMA, en hans bardaga verður einnig streymt á Facebook síðu Reykjavík MMA. Bardaga Arons má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.