0

Annar blaðamannafundur með Conor og Khabib á dagskrá í vikunni

Nú er akkúrat vika í stærsta bardaga ársins. Þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast á UFC 229 um næstu helgi.

Það hefur verið fremur rólegt í kringum risabardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Það hitnaði þó heldur betur í kolunum í síðustu viku þegar UFC hélt blaðamannafund með þeim báðum í New York.

Í vikunni fyrir bardagann verða fleiri fjölmiðlaskyldur. Búast má við að báðir mæti í viðtöl hjá stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum hér og þar á næstu dögum auk annarra viðburða á vegum UFC. Á miðvikudaginn verður opin æfing með Conor, Khabib, Tony Ferguson og Anthony Pettis en Ferguson og Pettis mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Á fimmtudaginn verður svo annar blaðamannafundur með Conor, Khabib og Dana White en í þetta sinn verða aðdáendur viðstaddir. Það má því búast við enn meiri látum heldur en síðast.

Á föstudaginn verður svo formleg vigtun um morguninn og svo sjónvarpsvigtun um eftirmiðdaginn á Las Vegas tíma. Bardaginn sjálfur fer svo fram laugardaginn 6. október í Las Vegas í T-Mobile höllinni.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.