0

Aron Kevinsson tapaði eftir dómaraákvörðun

Fjórir Íslendingar keppa á Caged Steel FC 21 bardagakvöldinu í kvöld. Fyrsti bardagi kvöldsins er búinn en þar þurfti Aron Kevinsson að lúta í lægra haldi.

Aron Kevinsson var fyrstur af Íslendingunum í kvöld en hann mætti Andy Green í veltivigt. Þetta var frumraun beggja í MMA en um áhugamannabardag var að ræða.

Bardaginn byrjaði fjörlega og komst Green ofan á í gólfinu. Aron hótaði uppgjafartökum af bakinu og var ekki langt frá því að ná „triangle“ eða armlás af bakinu. Green varðist þó vel og stjórnaði Aroni í gólfinu stærstan hluta lotunnar. Lotan endaði þar sem Green var í „mount“ og lenti nokkrum góðum höggum í Aron.

Í annarri og þriðju lotu gerðist mikið af því sama þar sem Green stjórnaði pressunni og náði fellum. Hann náði að stjórna Aroni í gólfinu og sigraði eftir dómaraákvörðun. Aron lét aldrei deigan síga og reyndi að snúa taflinu sér í vil en Green var einfaldlega betri í búrinu í kvöld.

Næstur í búrið af íslensku keppendunum er Benedikt Gabríel Benediktsson.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.