Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaHvítur á leik 2018 úrslit

Hvítur á leik 2018 úrslit

Hvítur á leik fór fram í fimmta sinn í dag í húsakynnum VBC í Kópavogi. Tæplega 50 keppendur voru skráðir til leiks frá sjö félögum.

Mótið er sérstaklega ætlað byrjendum í brasilísku jiu-jitsu og gekk mótið vel fyrir sig. Elías Halldórsson og Hekla Dögg Ásmundsdóttir voru sigurvegarar dagsins en þau unnu hvort um sig sinn þyngdarflokk og opnu flokkana.

Tvær ofurglímur fóru fram á mótinu en í fyrri glímunni mættust þær Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC) og Anna Soffía Víkingsdóttir (Júdódeild KA) þar sem Anna Soffía vann með Kimura taki. Í seinni glímunni mættust þeir Bjarki Ómarsson (Mjölnir) og Hrafn Þráinsson (Momentum BJJ). Engina stigagjöf var í glímunni en þegar glímunni lauk eftir 10 mínútur hafði hvorugur náð að sigra. Því var hent í 10 mínútna framlengingu en þegar skammt var liðið á framlenginguna náði Bjarki glæsilegri „guillotine“ hengingu og neyddist Hrafn til að tappa út. Tvær frábærar ofurglímur!

Hér að neðan má svo sjá öll úrslit mótsins

-70 kg flokkur karla

1. sæti: Philip Bauzon (Momentum BJJ)
2. sæti: Enok Magnússon (Gracie Iceland)
3. sæti: Shamil Bagandov (Sleipnir)

-76 kg flokkur karla

1. sæti: Sveinn Þorleifsson (Mjölnir)
2. sæti: Egill Logason (VBC)
3. sæti: Heiðar Smárason (RVK MMA)

-82,3 kg flokkur karla

1. sæti: Kári Jóhannesson (Mjölnir)
2. sæti: Sindri Baldur Sævarsson (Mjölnir)
3. sæti: Þorsteinn Atli Þórðarsson (Týr)

-88,3 kg flokkur karla

1. sæti: Bergþór Dagur (VBC)
2. sæti: Birkir Ásgeirsson (Gracie Iceland)
3. sæti: Kolbeinn Guðmundsson (Momentum BJJ)

-94 kg flokkur karla

1. sæti: Snorri Victor (Momentum BJJ)
2. sæti: Kristján Ísfeld Einarsson (Gracie Iceland)
3. sæti: Hjalti Þór (Týr)

-100,5 kg flokkur karla

1. sæti: Þór Bergsson (Mjölnir)
2. sæti: Snævar Dagur Pétursson (Mjölnir)
3. sæti: Magnús Stefánsson (Mjölnir)

+100,5 kg flokkur karla

1. sæti: Elías Halldórsson (VBC)
2. sæti: Brynjólfur Örn Rúnarsson (RVK MMA)
3. sæti: Helgi Freyr Jóhannesson (RVK MMA)

-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Sonja Símonardóttir (VBC)
2. sæti: Berglind Eva Eggertsdóttir (Momentum BJJ)

+74 kg flokkur kvenna

1. sæti: Hekla Dögg Ásmundsdóttir (VBC)
2. sæti: Alda Björk Egilsdóttir (Momentum BJJ)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Elías Halldórsson (VBC)
2. sæti: Bergþór Dagur (VBC)
3. sæti: Sveinn Þorleifsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Hekla Dögg Ásmundsdóttir (VBC)
2. sæti: Alda Björk Egilsdóttir (Momentum BJJ)
3. sæti: Sonja Símonardóttir (VBC)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular