0

Auka miðar á UFC bardaga Gunnars til sölu á morgun kl 9!

ufc dublinUFC Fight Night: McGregor vs. Brandao fer fram þann 19. júlí en þar mun Gunnar Nelson etja kappi við Zak Cummings í næst síðasta bardaga kvöldsins. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum og seldist upp á örfáum mínútum. Á morgun ætlar UFC að bæta við nokkrum miðum og hefst salan kl 9 í fyrramálið (1. júlí).

Aldrei áður hefur selst jafn fljótt upp á einn UFC viðburð í Evrópu og ætlar UFC nú að anna eftirspurninni með því að fjölga miðum. Miðasalan hefst kl 9 þann 1. júlí hér en ekki er vitað hversu margir miðar verða í boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir Íslendinga að tryggja sér miða á bardaga Gunnars Nelson en vænta má þess að miðarnir fjúki út líkt og síðast.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.