Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 43 og 44

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 43 og 44

Á laugardagskvöldið fóru fram tvö UFC kvöld í minni kantinum. Annað fór fram í Nýja Sjálandi en hitt bardagakvöldið fór fram í Bandaríkjunum. Í heildina var þetta 21 bardagi á einu kvöldi sem er í það mesta, meira að segja fyrir hörðustu aðdáendur. Förum yfir það helsta.

Það var lítið um stóra bardaga en sá eini sem skipti einhverju máli hvað titla varðar var Cub Swanson gegn Jeremy Stephens. Bardagarnir voru bland í poka, sumir fóru fram úr væntingum á meðan aðrir ollu vonbrigðum.

swanson

Jeremy Stephens getur slegið en það dugði ekki til.

Cub Swanson var með tæknilega yfirburði eins og flestir bjuggust við gegn Stephens. Hann var alltaf skrefi á undan og meiddi Stephens nokkrum sinnum með skrokkhöggum. Stephens stóð sig samt vel og ógnaði stöðugt með snörpum höggum sem voru greinilega þyngri en hittu ekki nægilega vel. Það eru fimm ár síðan José Aldo kláraði Swanson á átta sekúndum, það er kominn tími til að hvolpurinn fái annað tækifæri ef Aldo sigrar Chad Mendes í ágúst.

marquardt

Nate Marquardt minnir á sig.

Nate Marquardt og James Te Huna höfðu tapað samtals fimm bardögum í röð. Báðir þurftu á sigri að halda en það var Marquardt sem notfærði sér reynsluna og jiu-jitsu hæfileika sína til að sigra með gullfallegum “armbar” í fyrstu lotu. Marquardt hafði ekki sigrað á uppgjafartaki í sex ár en hann á greinilega ýmis brögð í pokahorninu enda 2. gráðu svartbeltingur. Te Huna er nú búinn að tapa þremur bardögum í röð, öllum í fyrstu lotu. Það kæmi ekki á óvart ef ferli hans í UFC væri lokið.

Stærðin skiptir ekki máli

Te Huna og Marquardt eru báðir gott dæmi um að fara niður um þyngdarflokk er ekki alltaf lausnin á taphrynu. Nate Marquardt var 2-3 í veltivigt og tapaði þremur í röð áður en hann færði sig aftur upp í millivigt nú um helgina. Þetta var fyrsti bardagi James Te Huna í millivigt eftir að hafa lengst af barist í léttþungavigt og ekki byrjar það vel fyrir hann. Þetta virðist  ekki vera góð hugmynd fyrir Te Huna, sérstaklega í ljósi þess að getustigið í léttþungavigt hefur aldrei verið eins lélegt og nú (fyrir utan þá 5 bestu).

Kelvin Gastelum er skriðdreki.

Það var fátt sem benti til þess að Gastelum yrði eins góður og nú þegar hann tók þátt í The Ultimate Fighter. Hann barðist á laugardaginn við Svíann Nicholas Musoke sem reyndist mjög harður en einfaldlega ekki nógu góður. Það verður spennandi að fylgjast með Gastelum en hann er nú skráður númer 11 á styrkleikalista UFC. Hann verður samt að ná betri stjórn á niðurskurðarferlinu.

Cezar Ferreira er enginn Vitor Belfort.

Cezar Ferreira er lærisveinn Vitor Belfort og býr yfir miklum hæfileikum eins og lærimeistari sinn. Það er hins vegar deginum ljósara að hann á enn langt í land. Andrew Craig var sérsniðinn andstæðingur fyrir Ferreira en hann gat ekki klárað hann og var næstum búinn að tapa bardaganum á síðustu mínútum bardagans.

Soa Palelei er skrímsli í eina lotu.

Tvær vonarstjörnur í þungavigt börðust í Nýja Sjálandi. Jaret Rosholt og Soa Palalei voru báðir á mikilli siglingu og þessi bardagi var þeirra tækifæri til að líta vel út og koma sínu nafni á framfæri. Hinn risastóri Palelei var betri í fyrstu lotu en átti svo ekkert eftir í bensíntanknum. Rosholt stjórnaði bardaganum á gólfinu næstu tvær lotur án þess þó að reyna að klára. Palelei þarf að vinna í úthaldinu og Rosholt þarf að huga að því að skemmta áhorfendum ef hann ætlar að eignast einhverja aðdáendur.

Charles Oliveira er einn skemmtilegasti jiu-jitsu bardagamaðurinn í MMA.

Charles Oliveira og Hatsu Hioki áttust við í einum skemmtilegasta bardaga helgarinnar. Báðir eru með svart belti í jiu-jitsu en Oliveira virðist vera betri standandi. Það kom því á óvart að Oliveira fór strax í fella Hioki en hann hafði mikla trú á hæfileikum sínum sem svo skiluðu honum sigri í annarri lotu.

oliveira-hioki
Oliveira klárar Hioki

Það voru fleiri markverðir bardagar eins og endurkoma Ricardo Lamas á móti efnilegum Hacran Dias og jafn bardagi Clint Hester og Antônio Braga Neto. Á heildina litið var þetta misjanft kvöld en þó vel þess virði að sjá. Besti bardagi kvöldsins var Swanson gegn Stephens sem leggur grunninn að titiláskorun Swanson. Fyrst þarf José Aldo hins vegar að mæta Chad Mendes í annað skiptið. Marquardt á sennilega ekki mikið eftir en hann sýndi að hann er ekki alveg búinn að vera. Nú er bara að bíða í fimm daga eftir einum mest spennandi bardaga ársins, Weidman gegn Machida!

 

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular