spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVandræðagemlingurinn Thiago Silva snýr aftur í búrið

Vandræðagemlingurinn Thiago Silva snýr aftur í búrið

ThiagoSilvaMugshotAllt bendir til að vandræðagemlingurinn Thiago Silva hafi fundið sér nýtt heimili hjá Fight Time Promotions og mun keppa sinn fyrsta bardaga á Fight Time 20 bardagakvöldinu hjá þeim þann 29. ágúst.

Silva var handtekinn fyrr á árinu fyrir meint afbrot gangvart fyrrum eiginkonu sinni, Thaysa Kamiji, og núverandi kærasta hennar, Pablo Popovitch. Á hann að hafa mætt fyrir utan MMA félag hennar hjá Pablo Popovitch í Fort Lauderdale með AK-47 í hönd og hótað að skjóta alla þar inni. Einnig fékk hann á sig aðra kæru fyrir að hafa beitt mótstöðu gegn handtökunni þó hann beitti lögreglunni ekki ofbeldi í mótstöðu sinni. Silva var hleypt úr varðhaldi gegn 25.000 dollara fangelsistryggingu. Nánar má lesa um afbrot Silva hér.

Innganga Silva í Fight Time samtökin kemur ekki upp úr þurru en Silva æfði hjá American Top Team þangað til 2012 og er félagið í eigu Howard Davis Jr. sem einnig á Fight Time samtökin. Silva á líklega aldrei eftir að fá inngöngu í eitt af stærri samtökunum eftir handtökuna þannig hann verður að láta sér þetta duga eins og er.

Það getur ekki talist eðlilegt að maður sem hótaði að skjóta saklaust fólk með AK-47 fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan geti barist aftur. Eins og fyrr segir eru bardagasamtökin í eigu vinar Thiago Silva og líklegast er þetta eini staðurinn sem myndi leyfa honum að berjast í dag. Howard Davis Jr. ætlar greinilega að vera vini sínum til halds og traust á erfiðum tímum í lífi Silva.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular