spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBara titilbardagi fyrir Robert Whittaker en ekki Yoel Romero

Bara titilbardagi fyrir Robert Whittaker en ekki Yoel Romero

Formleg vigtun fór fram í morgun þar sem Yoel Romero náði ekki vigt. Sjónvarpsvigtunin fór svo fram rétt í þessu þar sem enn var óljóst hvort aðalbardaginn væri titilbardagi eða ekki.

Það voru einstakar aðstæður í aðdraganda UFC 225 um þessar mundir. Yoel Romero var örlítið of þungur í formlegri vigtun í morgun og ætti því samkvæmt reglunum ekki að geta barist um millivigtartitilinn gegn Robert Whittaker eins og til stóð.

UFC, Whittaker, Romero og þeirra lið reyndu að ná einhvers konar samkomulagi í dag fyrir sjónvarpsvigtunina en þegar sjónvarpsvigtunin hófst vissu aðdáendur og fjölmiðlar ekki hvort um væri að ræða titilbardaga.

Nú er ljóst að bardaginn verði áfram aðalbardagi kvöldsins en verði ekki titilbardagi. Yoel Romero getur því ekki orðið meistari með sigri en sama hvernig fer mun Robert Whittaker áfram vera millivigtarmeistari.

Millivigtin gæti farið í smá flækju ef Romero myndi síðan vinna meistarann Whittaker án þess að verða sjálfur meistari. Þá væri erfitt fyrir UFC að bóka Romero í annan bardaga í millivigt enda hefur hann núna tvisvar í röð mistekist að ná vigt í millivigt. Á sama tíma hefði meistarinn nýlega tapað án þess að tapa beltinu.

Upphaflega sagði Whittaker að hann myndi ekki taka bardaganum ef Romero næði ekki vigt. Hann dró síðar þessi ummæli til baka enda fannst honum óþarfi að ferðast alla leið frá Ástralíu til Chicago án þess að berjast.

Bardaginn verður aðalbardaginn á morgun en þeir Colby Covington og Rafael dos Anjos mætast svo í næstsíðasta bardaga kvöldsins um bráðabirgðarbeltið í veltivigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular