spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagaeyjan verður í Abu Dhabi

Bardagaeyjan verður í Abu Dhabi

Bardagaeyjan sem Dana White hefur svo mikið talað um er Yas eyjan í Abu Dhabi. UFC verður með fjögur bardagakvöld þar í júlí.

UFC verður með bardagakvöld á eyjunni þann 11., 15., 18., og 25. júlí. Fyrsta bardagakvöldið verður UFC 251 en þrír titilbardagar verða á kvöldinu.

Þegar Dana White, forseti UFC, hóf fyrst að tala um eyjuna voru bardagaaðdáendur spenntir og sáu fyrir sér afskekkta eyju í kyrrahafinu. Yas eyjan er ekki merkileg eyja en hægt er að keyra þangað frá Abu Dhabi. Á eyjunni eru skemmtigarðar, hótel, Formúla 1 braut og mikið af afþreyingu en bardagamennirnir verða því ekki í vandræðum með að finna sér eitthvað að gera á meðan þeir dvelja þar.

Dana White sagði einnig að búrið verði utandyra og verða bardagarnir því úti í miklum hita í Abu Dhabi. Hitinn fer varla niður fyrir 30° á Celsíus á eyjunni og verður því áhugavert að sjá hvort UFC geri einhverjar ráðstafanir fyrir hitanum.

UFC hefur staðfest þrjá titilbardaga á UFC 251. Bardagamenn sem ekki geta ferðast til Bandaríkjanna vegna kórónaveirunanr eiga kost á að berjast á eyjunni.

UFC hefur áður haldið bardagakvöld á eyjunni en UFC 242 fór fram þar í fyrra. Þá voru bardagarnir á góðum tíma á Íslandi og verður áhugavert að sjá hvort það sama verði á teningnum í júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular