Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC stefnir á þrjá titilbardaga á bardageyjunni 11. júlí

UFC stefnir á þrjá titilbardaga á bardageyjunni 11. júlí

UFC ætlar að vera með stórt bardagakvöld 11. júlí. Bardagakvöldið verður á bardagaeyjunni og eiga þrír titilbardagar að vera á dagskrá.

Dana White ætlar að birta frekari upplýsingar um bardagaeyjuna í vikunni. UFC hefur ekki greint frá því hvar eyjan er en orðrómar herma að eyjan sé í Abu Dhabi.

UFC 251 fer fram þann 11. júlí og eiga þrír titilbardagar að vera á dagskrá. Fyrsta titilvörn fjaðurvigtarmeistarans Alexander Volkanovski verður gegn fyrrum meistaranum Max Holloway á eyjunni en ESPN greinir frá.

Þá mun Petr Yan mæta Jose Aldo um lausan bantamvigtartitil á sama kvöldi en bantamvigtin er í mikilli uppsveiflu þessa dagana.

Þriðji titilbardaginn verður síðan titilvörn hjá Kamaru Usman en spurningin er hver andstæðingurinn verður. Jorge Masvidal var áskorandi númer eitt en hann á í opinberum deilum við UFC þessa dagana. Leon Edwards hefur unnið átta bardaga í röð og gæti hann fengið titilbardaga en talið er að Gilbert Burns sé fremstur í röðinni. Burns er í það minnsta kominn aftur í æfingabúðir eftir sigurinn á Tyron Woodley á dögunum.

UFC 251 verður því spennandi en hlutirnir ættu að skýrast á næstu dögum.

*UPPFÆRT*

UFC hefur staðfest að Gilbert Burns fær titilbardaga gegn liðsfélaga sínum Kamaru Usman.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular