0

UFC stefnir á þrjá titilbardaga á bardageyjunni 11. júlí

UFC ætlar að vera með stórt bardagakvöld 11. júlí. Bardagakvöldið verður á bardagaeyjunni og eiga þrír titilbardagar að vera á dagskrá.

Dana White ætlar að birta frekari upplýsingar um bardagaeyjuna í vikunni. UFC hefur ekki greint frá því hvar eyjan er en orðrómar herma að eyjan sé í Abu Dhabi.

UFC 251 fer fram þann 11. júlí og eiga þrír titilbardagar að vera á dagskrá. Fyrsta titilvörn fjaðurvigtarmeistarans Alexander Volkanovski verður gegn fyrrum meistaranum Max Holloway á eyjunni en ESPN greinir frá.

Þá mun Petr Yan mæta Jose Aldo um lausan bantamvigtartitil á sama kvöldi en bantamvigtin er í mikilli uppsveiflu þessa dagana.

Þriðji titilbardaginn verður síðan titilvörn hjá Kamaru Usman en spurningin er hver andstæðingurinn verður. Jorge Masvidal var áskorandi númer eitt en hann á í opinberum deilum við UFC þessa dagana. Leon Edwards hefur unnið átta bardaga í röð og gæti hann fengið titilbardaga en talið er að Gilbert Burns sé fremstur í röðinni. Burns er í það minnsta kominn aftur í æfingabúðir eftir sigurinn á Tyron Woodley á dögunum.

UFC 251 verður því spennandi en hlutirnir ættu að skýrast á næstu dögum.

*UPPFÆRT*

UFC hefur staðfest að Gilbert Burns fær titilbardaga gegn liðsfélaga sínum Kamaru Usman.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.