spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentBardagamenn ársins 2023 

Bardagamenn ársins 2023 

Fimmta Lotan hélt úti skoðanakönnun á Instagram þar sem hlustendum gafst tækifæri til þess tilnefna bardagamann ársins og fl. Atkvæðin voru talin og metin samhliða skoðunum þáttastjórnenda. Jhoan Salinas var valinn bardagamaður ársins í karlaflokki og Dagmar “Dammý” Sigurleifsdóttir vann kvennaflokkinn en hún var eini valkosturinn í sínum flokki. Hér eru sigurvegararnir og tilnefningarnar.  

Jhoan “Salli” Salinas með flest atkvæði og dómnefnd sammála. 

Jhoan Salinas barðist tvisvar sinnum á árinu og sigraði báða bardagana sína og vann jafnframt Caged Steel veltivigtarbeltið í seinni bardaganum. Salinas sigraði Ryan Shaw í Juní með einróma dómara úrskurði. Hann leit virkilega vel út í þeim bardaga og vakti mikla hrifningu áhorfenda. Salli vildi berjast aftur á árinu og var fljótur að fá nýjan andstæðing og fékk þá tækifæri til að berjast upp á titilinn. Andstæðingurinn var Sam Brown (3-3), hávaxinn og reyndur heimamaður. Sam Brown byrjaði bardagann vel og lenti ágætlega á Salla til að byrja, með en þegar bardaginn fór í gólfið sýndi Salli yfirburðina sína og endaði bardaginn í 1. lotu með Rear naked choke sigri.  Jhoan Salinas endaði þannig árið ósigraður sem og nýr veltivigtarmeistari. Hann er Bardagamaður Ársins að mati Fimmtu Lotunar.

Dagmar “Dammý” Sigurleifsdóttir fékk ekki mikla samkeppni en á verðlaunin fyllilega skilið.

Dagmar fékk einn bardaga á árinu og sigraði þá Janine Reaney eftir langa fjarveru. Caged Steel er haldið 4 sinnum á ári og bað Dammý um bardaga í öll skipti, en það getur reynst erfitt að setja saman kvennabardaga sem ekki er hætt við. Dammý var eina Íslenska stelpan sem barðist MMA bardaga á árinu. Hún endar árið ósigruð og hefði verið til í meira. Dammý er Bardagakona Ársins að mati Fimmtu Lotunar og hlustenda. 

Það vantaði ekki góðar tilnefningar til bardagamanns ársins. Mikael Achlipen, Viktor Gunnarsson og Hrafn Þráinsson voru meðal þeirra sem komu til greina.  

Mikael Aclipen kláraði sinn bardaga sannfærandi í 3.lotu. 

Mikael Aclipen keppti á Englandi, Wolverhampton á Golden Ticket 22. Hann mætti heimamanninum Jordan Cox sem var þá 2-1. Mikael var betri á öllum sviðum og sýndi einstaklega flotta takta og kláraði bardagann í 3.lotu með höggum. Miðað við frammistöðu Mikaels í bardaganum er full ástæða til þess að spenna greipar og biðja af fullum krafti til MMA guðanna og óska þess að fá að sjá hann oftar á næsta ári.  

Viktor Gunnarsson sigraði í 1.lotu en tókst ekki að fá annan bardaga.  

Viktor mætti Lewis Mason á Golden Ticket 22, sama kvöldi og Mikael barðist. Viktor sigraði Lewis í fyrstu lotu með uppgjafartaki og var það þriðji sigurinn hans Viktors á ferlinu. Viktor hefur sigrað alla bardagana sína í 1.lotu!  Viktor reyndi að berjast tvisvar sinnum til viðbótar á árinu eftir sigurinn á Lewis en Lafði Lukka var ekki með honum í liði. Í september þurfti Viktor að draga sig úr bardaga eftir að hafa fengið skurð í vörina og núna í desember átti Viktor að berjast ásamt Aroni Franz, en andstæðingurinn dró sig úr bardaganum vegna meiðsla.  

Hrafn “Krummi” Þráinsson var ótrúlega duglegur, ótrúlega góður… en bara svo ótrúlega óheppinn.  

Hann var ekki bardagamaður ársins en hann hefði svo sannarlega átt það skilið. Hann fær í staðinn að eiga eina lygilegustu MMA sögu landsins í staðinn. Hrafn mætti Englendingnum Will Bean í tvígang á árinu. Þeir mættust fyrst í maí og var mikið fíaskó í þeim bardaga. Tímavörðurinn ruglaði tímanum, hver lota átti að vera 3 mínútur en hafði tímavörðurinn gert ráð fyrir 5 mínútum. Þegar lotan var gengin um 30 sek. yfir hefðbundna lotu lýtur Hrafn á dómarann og spyr hvað sé í gangi, nýtir þá Will tækifærið og læsir inn rear naked choke. Hrafn tappar út með hálfgerðum “fkn drullaðu þér af mér” tón og horfir undrandi á dómarann. Það var ákveðið að halda bardaganum áfram og klára loturnar. Hrafn mætir snældu vitlaus í 2 og 3. lotu og sýnir Will Bean hvar Davíð keypti ölið! Niðurstaðan var einróma dómara úrskurður til Hrafns. En Bretarnir ákváðu svo að dæma bardagann No Contest nokkrum dögum seinna og láta þá berjast aftur. Seinni bardaginn fór fram 2. desember, hálfu ári seinna.  

Síðari bardaginn var á allra manna vörum og líklega einn merkilegasti viðburður í sögu Doncaster til þessa. Hrafn og Will Bean voru aðalbardagi kvöldsins á Caged Steel 34 og það var allt undir. Hrafn byrjaði 1. lotuna virkilega vel og sló Will niður snemma í lotunni. Glíman þeirra á milli var jöfn og fór fram og til baka. Í annarri lotu slær Hrafn Will Bean aftur niður. Báðir aðilar virtust hafa bætt sig,Hrafn virkaði þó aðeins betri. En í annarri lotu stígur Will Bean fram með hendurnar opna og potar rosalega djúpt í augun á Hrafni sem brást strax við með miklum ópum. Læknirinn stígur inn í búrið og dómarinn veifar svo bardagann af. Annað No Contest! Hrafn líkur þannig árinu með 100% No contest record.  

Heimildir eru fyrir því að Will hafi sagt að hann vilji ekki mæta Hrafni aftur og sjái frekar fyrir sér að koma til Íslands og æfa með strákunum í Reykjavík MMA. Má því telja að þessum kafla sé lokið og báðir menn geta leitað nýrra ævintýra á komandi ári.  

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular