Átta Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í MMA í fyrra. Mótshaldarar virðast vera að setja bardaga þeirra á netið um þessar mundir og hafa nokkrir íslenskir bardagar ratað á netið.
Mótshaldarar taka sér nægan tíma í þetta en mótið fór fram í nóvember. IMMAF, sem stóð fyrir mótinu, hefur gefið út nokkra bardaga á síðustu dögum og má þar finna nokkra íslenska bardaga.
Einn af bardögunum sem IMMAF gaf út er úrslitabardaginn í 125 punda flokki. Þar keppti okkar kona, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, til úrslita gegn Anja Saxmark en bardagann má sjá hér.
Egill Øydvin Hjördísarson keppti tvo bardaga á mótinu en hér má sjá seinni bardaga hans.
Pétur Jóhannes Óskarsson tók brons í þungavigtinni en hér er fyrsti bardagi hans á mótinu.