Max Holloway er kominn með næsta andstæðing í fjaðurvigtinni. Ef marka má ESPN mun Frankie Edgar mæta Holloway í lok júlí.
Max Holloway mun snúa aftur í fjaðurvigt í sumar. Holloway barðist síðast í léttvigt þegar hann mætti Dustin Poirier um bráðabirgðarbeltið. Holloway tapaði eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga.
Holloway mun mæta Frankie Edgar á UFC 240 þann 27. júlí í Kanada. Talið var að Alexander Volkanovski fengi næsta titilbardaga gegn Holloway og þá sérstaklega eftir sigurinn á Jose Aldo um helgina. Volkanovski mun þurfa að bíða lengur eftir titilbardaga þrátt fyrir að vera 7-0 í UFC.
Edgar hefur að sama skapi bara unnið einn bardaga síðustu tvo ár og er þetta þriðji titilbardaginn hans síðan hann tapaði léttvigtarbeltinu til Benson Henderson. Edgar barðist síðast við Cub Swanson í apríl 2018 þar sem hann sigraði eftir dómaraákvörðun. Þar áður var hann rotaður af Brian Ortega en Ortega kom þá í stað Holloway sem meiddist.
Talið er að UFC sé að verðlauna Edgar fyrir að vilja mæta Ortega þegar titilbardaginn datt út. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Edgar og Holloway eiga að mætast – fyrst á í desember 2017 þegar Edgar meiddist og svo í mars 2018 þegar Holloway meiddist.