Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardaginn er í kvöld!

Bardaginn er í kvöld!

IMG_0046

Í kvöld er stundin loksins runnin upp. Nokkra mánaða bið er loksins lokið. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið gegn Omari Akhmedov.

Hvernig sem bardaginn fer í kvöld þá getum við Íslendingar verið stolt yfir því að eiga bardagamann í fremstu röð. UFC er eins og Meistaradeildin í fótbolta og þarna fá aðeins þeir bestu samning. Velgengni Gunnars sýnir að Íslendingar geta vel átt bardagamann í fremstu röð. Margir telja að Gunnar sé undrabarn í íþróttinni og búi yfir nátturulegum hæfileikum. Nátturulegir hæfileikar hjálpa manni ekkert ef menn hafa ekki vinnusemina og dugnaðinn til að komast í fremstu röð. Það hefur Gunnar svo sannarlega.

Maður uppsker eins og maður sáir. Á bakvið einn svona bardaga er margra mánaða undirbúningur. Síðan bardaginn var tilkynntur í desember 2013 hafa Gunnar og Omari Akhmedov undirbúið sig, andlega og líkamlega, fyrir þennan dag. Gunnar hefur undirbúið sig gríðarlega vel síðustu mánuðu og Akhmedov sennilega líka. Sigurvegarinn fær laun erfiðisins síðustu mánuði í kvöld.

Það má búast við að sigurvegarinn hér í kvöld muni komast á topp 15 í veltivigtinni í UFC og fái andstæðing samkvæmt því. Það er ljóst að UFC bardagakeðjan er spennt fyrir að sjá okkar mann berjast. Joe Silva, maðurinn sem ræður hverjir mæta hverjum í UFC, sagði við undirritaðan að hann væri gífurlega spenntur fyrir að sjá Gunnar berjast eftir árs fjarveru. UFC hefur hug á að fjölga bardagakvöldum í Evrópu og vilja að Gunnar taki þátt í þeirri uppbyggingu.

Gunnar stígur í búrið í kvöld. Áfram Gunnar!

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular