Það er rafmögnuð stemning hér í O2 höllinni. Fyrsti bardaginn hefst eftir um 30 mínútur og er fólk farið að streyma inn.
32 feta búrið er aðeins í fjögurra feta fjarlægð frá undirrituðum. Danny Mitchell var að mæta í búrið til að fá smá tilfinningu fyrir stærðinni. Áhorfendur byrja fljótt að kalla til hans og greinilegt að hann á nokkra aðdáendur hér.
Vonandi bjóða bardagamenn kvöldsins upp á frábæra bardaga. Bardagamenn eru tilbúnir og áhorfendur líka. Þetta er draumur bardagaáhugamannsins, að sjá heimsklassa MMA í aðeins nokkra metra fjarlægð. Þið hin fylgist vonandi með á Stöð 2 Sport.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #139: UFC 280 uppgjör með Steinda Jr. - October 26, 2022
- Aron Leó úr leik á EM - September 29, 2022
- Aron Leó kominn áfram á EM - September 28, 2022