Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 eftirminnilegustu MMA bardagar Íslendinga

Föstudagstopplistinn: 5 eftirminnilegustu MMA bardagar Íslendinga

MMA á Íslandi er ört vaxandi og eigum við Íslandingar marga efnilega MMA keppendur auk þess að eiga einn bardagamann í allra fremstu röð. Þar sem Gunnar Nelson keppir annað kvöld sinn þriðja UFC bardaga er tilvalið að rifja upp fimm eftirminnilegustu MMA bardaga Íslendinga.

5. Bjarki Ómarsson vs. Denis Stanik – fjaðurvigt, 14. september 2013

Bjarki Ómarsson er einn af efnilegustu bardagamönnum Íslands. Hann er nýorðinn 19 ára gamall og nú þegar búinn með tvo áhugamannabardaga í MMA. Bardaginn gegn Stanik fór fram á Euro Fight Night í september síðastliðnum og þar sýndi Bjarki flott sparkbox og vel tímasettar fellur. Hann virtist mjög yfirvegaður í búrinu miðað við aldur og sigraði eftir dómaraákvörðun.

4. Árni Ísaksson vs. Wayne Murray – veltivigt, 20. október 2012

Árni Ísaksson var lengi vel einn af tveimur Íslendingum ásamt Gunnari sem voru atvinnumenn í MMA. Árni sigraði veltivigtartitil ProFC árið 2010 og hefur sigrað þekkta bardagamenn eins og UFC bardagamanninn Dennis Siver. Í október 2012 mætti Árni Wayne Murray í bardaga um veltivigtartitilinn í Cage Contender. Wayne Murray er góður bardagamaður en Árni átti enfaldlega frábært kvöld í Dublin og rotaði Murray í annarri lotu.

3. Gunnar Nelson vs. Jorge Santiago – veltivigt, 16. febrúar 2013.

Annar bardagi Gunnar Nelson fór fram á Wembley Arena í febrúar 2013. Eftir að upphaflegi andstæðingur Gunnars, Justin Edwards meiddist fékk UFC Jorge Santiago í staðinn. Santiago er reynslubolti sem hafði lengst af barist í millivigt og er frábær gólfglímumaður. Hann er einn af BJJ þjálfurum Blackzilians bardagaliðsins og var kominn með svarta beltið áður en Gunnar byrjaði í glímunni. Demian Maia, einn allra besti gólfglímumaður veraldar, náði ekki að komast framhjá löppum Santiago (að passa “guardið”) í bardaga þeirra en Gunnar gerði það og hélt yfirburðarstöðu (mount) út 2. lotu. Gunnar stjórnaði bardaganum mest allan tíman og sigraði eftir dómarákvörðun.

2. Diego Björn Valencia vs. Julius Ziurauskis – millivigt, 14. september 2013

Diego Björn Valencia keppti sinn þriðja MMA bardaga á Euro Fight Night í september síðastliðnum. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og mætti boxaranum Julius Zuirauskis. Andstæðingur Diego náði þungum höggum á hann og kýldi hann niður í fyrstu lotu. Diego virtist afar vankaður þegar hann gekk til baka í hornið sitt og var útlitið ekki bjart hjá okkar manni. Diego er þó ekki þekktur fyrir að gefast auðveldlega upp. Í annarri lotu náði Diego á einhvern ótrúlegan hátt frábærum “armbar” af bakinu á Zuirauskis eftir að hafa verið nánast rotaður í fyrstu lotu!

1. Gunnar Nelson vs. Johnson – veltivigt/catchweight, 29. september 2012.

Það er alltaf spenna fyrir bardaga Gunnars en andrúmsloftið í höllinni í Nottingham var gríðarlega spennuþrungið. Mikil eftirvænting ríkti meðal Íslendinga eftir að sjá Gunnar spreyta sig í UFC. Bardaginn á undan endaði með rothöggi eftir aðeins 20 sekúndur það var ekki til að róa taugar Íslendinganna í höllinni. Þegar bardaginn hófst sáu áhorfendur að Gunnar var tilbúinn fyrir stærsta sviðið í MMA heiminum. Gunnar náði fljótt fellu og hengdi DaMarques Johnson eftir 3:34 mín. í fyrstu lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular