Bellator 183 fór fram í nótt í San Jose í Kaliforníu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt og sáust nokkur mögnuð tilþrif.
Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Benson Henderson og Patricky ‘Pitbull’ Freire í léttvigt. Bardaginn var reyndar ekki sá besti en Freire sigraði eftir klofna dómaraákvörðun.
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Daley og Lorenz Larkin og þar fengum við að sjá alvöru tilþrif.
There’s some things that are certain in life. Death, taxes and a Paul Daley left hook. #Bellator183 pic.twitter.com/EhnQWONP0y
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) September 24, 2017
Þetta er besti sigur Daley í langan tíma og enn eitt rothöggið eftir vinstri krók. Lorenz Larkin er núna búinn að tapa báðum bardögum sínum í Bellator eftir að hafa yfirgefið UFC ofarlega á topp 10 listanum.
Aaron Pico, sem margir vilja meina að sé einn efnilegasti MMA kappi heims, átti hræðilega frumraun í Bellator í sumar. Hann bætti heldur betur fyrir það í gær með mögnuðu rothöggi.
If at first you don’t succeed… @AaronPicoUSA has arrived. #Bellator183 pic.twitter.com/zVZjmS7cgI
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) September 24, 2017
Pico er núna 1-1 á MMA ferlinum og verður áhugavert að fylgjast með uppgangi hans.
Þá vann Roy Nelson sinn fyrsta bardaga í Bellator en hann sigraði Javy Ayala eftir dómaraákvörðun.
Á bardagakvöldinu var bardagi Rory MacDonald og Douglas Lima kynntur en sá bardagi fer fram í janúar. Þetta verður fyrsti titilbardagi MacDonald í Bellator og á ríkjandi meistari Douglas Lima erfitt verk fyrir höndum.
Rory MacDonald out here looking like Steve Jobs dropping another chilling promo. Can’t wait for this fight. https://t.co/iBGE04GYjW pic.twitter.com/shGajpbiMH
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) September 24, 2017