Bellator 208 fór fram í gærkvöldi þar sem þeir Fedor Emelianenko og Chael Sonnen mættust í aðalbardaga kvöldsins. Fedor kláraði Sonnen strax í 1. lotu og er kominn í úrslit í þungavigtarmóti Bellator.
Chael Sonnen barðist lengi vel í millivigt (84 kg) en fyrir þennan þungavigtarbardaga munaði aðeins fjórum kílóum á þeim Sonnen og Fedor. Fedor byrjaði bardagann vel og sló Sonnen snemma niður. Sonnen reyndi nokkrar fellur en var í fyrstu eiginlega bara kastað frá af Fedor. Sonnen náði honum þó tvisvar niður en Fedor kom sér úr vandræðum og kláraði bardagann með höggum í gólfinu þegar 15 sekúndur voru eftir af 1. lotu.
Fedor mætir því Ryan Bader í úrslitum þungavigtarmótsins þann 26. janúar. Bader vann Matt Mitrione á föstudaginn en Bader er léttþungavigtarmeistari Bellator.
? #Bellator208 pic.twitter.com/zZ9pJcZhf8
— Bellator MMA (@BellatorMMA) October 14, 2018