Það var ekki bara UFC sem var með stórt bardagakvöld í nótt. Bellator 192 fór fram í Kaliforníu í nótt þar sem Rory MacDonald varð nýr veltivigtarmeistari Bellator.
Douglas Lima hafði unnið þrjá bardaga í röð þegar kom að viðureigninni gegn MacDonald. MacDonald vann fyrstu tvær loturnar þar sem hann stjórnaði Lima í gólfinu. Lima kom sterkur til leiks í 3. lotu og náði þungu lágsparki í MacDonald. Sköflungur MacDonald stokkbólgnaði fyrir vikið og átti hann í erfiðleikum með að setja þunga í fótinn.
New Bellator welterweight champ @Rory_MacDonald had to fight through a nasty leg injury to dethrone Douglas Lima at #Bellator192 ?
? Dave Mandel – @usatsimg
Full story: https://t.co/QTm1T5pKIS pic.twitter.com/lqHQ54wDvo
— MMAjunkie (@MMAjunkie) January 21, 2018
Lima endaði í „mount“ í 4. lotu og var sú lota afar jöfn. MacDonald átti þó 5. lotu frá A til Ö og var Lima nokkuð blóðugur í lok bardagans. MacDonald haltraði í hornið sitt og átti klárlega erfitt með að labba enda sköflungurinn afar bólginn. MacDonald endaði á að sigra eftir dómaraákvörðun og er nýr veltivigtarmeistari Bellator. MacDonald sigraði núverandi veltivigtarmeistara, Tyron Woodley, árið 2014 og má færa rök fyrir því að hann sé besti veltivigtarmaður heims í dag.
Þetta var þó ekki aðalbardagi kvöldsins heldur var bardagi Quinton ‘Rampage’ Jackson og Chael Sonnen aðalbardaginn. Bardaginn var hluti af útsláttarmótinu í þungavigtinni en Rampage var 14 kílóum þyngri en Sonnen í vigtuninni.
Þyngdarmunurinn hafði þó ekki mikil áhrif en Sonnen sigraði eftir dómaraákvörðun. Sonnen tók Rampage niður í öllum lotunum og er kominn áfram í útsláttarkeppninni. Þar mætir hann sigurvegaranum úr viðureign Frank Mir og Fedor Emelianenko.
Hinn stórefnilegi Aaron Pico náði öðrum glæsilegum sigri í gær. Pico kláraði Shane Krutchen með þessu glæsilega skrokkhöggi.
That liver punch from Aaron Pico. #Bellator192 pic.twitter.com/057srKDjbq
— Chisanga Malata (@Chisanga_Malata) January 21, 2018