spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Askren íhugar að hætta

Ben Askren íhugar að hætta

Ben Askren íhugar að hætta í MMA eftir sitt annað tap í röð. Askren telur að það sé langt í titilbardaga miðað við stöðuna sína í dag.

Ben Askren tapaði fyrir Demian Maia á laugardaginn en Maia hengdi Askren í 4. lotu. Askren er orðinn 35 ára gamall og íhugar að hætta í MMA.

„Ég hef íhugað að leggja hanskana á hilluna. Ég væri að ljúga ef ég sagðist ekki hafa hugsað út í það. Það er margt sem mig langar að gera í lífinu og margt sem ég hef mikla ástríðu fyrir,“ sagði Askren í þætti Ariel Helwani.

Askren sagði að hann hefði aldrei elskað MMA. Askren elskaði ólympíska glímu en var ekki jafn hrifinn af MMA. MMA var góð áskorun fyrir hann og vildi hann sanna að hann gæti orðið bestur í heimi í MMA.

Askren samdi við UFC í fyrrahaust og hefur tekið þrjá bardaga í UFC á þessu ári. Niðurstaðan einn umdeildur sigur og tvö töp sem var ekki sú byrjun sem Askren vonaðist eftir.

„Ég vildi bara fá tækifæri, það var það eina sem ég vildi. Ég fékk mitt tækifæri þannig að ég get ekki verið bitur eða óánægður. Ég hef ekki nýtt tækifærið og það er mér að kenna. Að vissu leyti langar mig að halda áfram. Mér fannst mér ganga vel gegn Demian Maia. Ég veit að ég get keppt á þessu getustigi. Demian Maia hefur barist um titilinn í tveimur flokkum en einu töpin hans á síðustu fimm árum eru gegn Kamaru Usman, Colby Covington og Tyron Woodley. Ég þarf að sitja og spá í þessu.“

Ben Askren hætti árið 2017 en snéri aftur í MMA þegar hann fékk tækifæri á að berjast í UFC.

„Eina ástæðan fyrir því að ég vildi snúa aftur var til að sanna að ég væri bestur í heimi. Eftir Masvidal bardagann hélt ég að ég væri kannski einum góðum sigri frá titilbardaga með sigri á Demian Maia. Núna finnst mér ég vera langt frá. Hlutirnir geta breyst hratt í þessu en þetta eru sennilega þrír sigrar. Gætu verið fjórir eða fimm, til að fá titilabardaga en hver veit. Ég þarf ekki að sanna að ég sé góður bardagamaður, ég þarf ekki meiri pening eða frægð, ég vil það ekkert. Mig langaði að sanna að ég væri bestur í heimi og núna sé ég hve langt ég er frá því og hve langan tíma það tæki mig.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular