spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBen Rothwell braut lyfjareglur USADA

Ben Rothwell braut lyfjareglur USADA

Mynd: Brad Penner-USA TODAY Sports

Ben Rothwell er sagður hafa fallið á lyfjaprófi USADA. Rothwell hefur þó komið með skýringu á brotinu.

Ben Rothwell var tekinn í lyfjapróf þann 6. febrúar og hefur lyfsýnið innihaldið eitthvað ólöglegt. Ekki er vitað hvaða ólöglegu efni fundust í lyfjaprófinu en það mun ekki koma í ljós fyrr en USADA, sem sér um öll lyfjamál UFC, kveður upp úrskurð sinn.

Rothwell átti að mæta Fabricio Werdum á UFC 211 þann 13. maí í Dallas. Rothwell hefur núna verið settur í tímabundið bann og þarf að bíða eftir niðurstöðu USADA. Ekki er vitað hvort UFC sé að leita að nýjum andstæðingi fyrir Werdum á þessari stundu.

Rothwell vill meina að hann hafi ekki svindlað og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Eftir fréttirnar frá USADA langaði mig að láta alla vita að ég hef verið í umsjá læknis til að vinna bug á veikindum. Ég var ekki svindla og ætlaði mér ekki að svindla. Ekki dæma mig fyrr en allar staðreyndir hafa litið dagsins ljós. Ég kann að meta stuðninginn á meðan ég fer í þetta ferli með UASDA.“

Rothwell fékk níu mánaða bann frá UFC árið 2013 fyrir of hátt testósterónmagn í bardaga sínum gegn Brandon Vera á UFC 164. Rothwell var á TRT (Testosterone Replacement Therapy) á þeim tíma en var með hærra testósterónmagn en leyfilegt var. USADA mun horfa til þessa atviks í úrskurði sínum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular