Saturday, April 20, 2024
HomeErlentFrankie Edgar mætir Yair Rodriguez á UFC 211

Frankie Edgar mætir Yair Rodriguez á UFC 211

frankie edgar yair rodriguezUFC 211 stefnir í besta bardagakvöld ársins hingað til (samkeppnin var þó ekki mikil). UFC staðfesti fyrr í kvöld bardaga Frankie Edgar og Yair Rodriguez.

UFC 211 fer fram í Dallas þann 13. maí og eru nú þegar mikill fjöldi af spennandi bardögum á kvöldinu. Það má segja að þetta sé bardagi á milli framtíðarstjörnu og goðsagnar í þessum léttari þyngdarflokkum.

Yair Rodriguez er einn sá allra skemmtilegasti og efnilegast í fjaðurvigtinni um þessar mundir. Mexíkóinn Rodriguez er 6-0 í UFC og hefur litið afskaplega vel út að undanförnu. Síðast sáum við hann vinna gamla brýnið B.J. Penn með afar sannfærandi hætti.

Frankie Edgar nældi sér í sigur á Jeremy Stephens á UFC 205 í nóvember. Þar áður tapaði hann í titilbardaga í fjaðurvigtinni fyrir Jose Aldo en þetta var hans annað tap gegn meistaranum.

UFC hefur þegar staðfest þessa bardaga á kvöldið.

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Junior dos Santos
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk gegn Jéssica Andrade
Veltivigt: Demian Maia gegn Jorge Masvidal
Léttvigt: Eddie Alvarez vs. Dustin Poirier
Fluguvigt: Henry Cejudo vs. Sergio Pettis
Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Yair Rodriguez

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular