spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBestu bardagar helgarinnar: UFC 260

Bestu bardagar helgarinnar: UFC 260

UFC er með spennandi bardagakvöld í nótt þar sem Stipe Miocic ætlar sér að verja þungavigtarbeltið sitt á móti Francis Ngannou. Hér förum við aðeins yfir bestu og áhugaverðustu bardaga helgarinnar fyrir utan titilbardagann.

Það vita allir að þungavigtarbardagi kvöldsins verður mjög áhugaverður og þarf því ekki að eyða mörgum orðum í hann. Þess í stað skoðum við hina bardagana sem ættu að vera spennandi.

Tyron Woodley gegn Vicente Luque

Þessi bardagi gæti verið mjög leiðinlegur en Woodley er að berjast fyrir starfi sínu í UFC og ef það kveikir ekki í einhverjum eld undir honum er ekkert sem mun gera það. Það í rauninni veltur allt á Woodley hvort að þetta verði góður bardagi þar sem Luque mætir alltaf til að slást. Það gæti hjálpað Woodley að þetta er ekki fimm lotu bardagi en hann er orðinn mjög vanur þeim og mun hann því vonandi vera aktífari en hann hefur verið í seinustu bardögum. Einnig er Luque ekki eins góður glímumaður og seinustu andstæðingar Woodley. Helsti galli Luque er að hann á það til að éta óþarfa högg og missa sig stundum í bardaganum og byrjar þá taka of mikla áhættu. 

Ein sviðsmyndin sem við gætum séð í þessum bardaga er sú að við höldum áfram á sjá sama Woodley sem hefur tapað þremur í röð. Hann bakkar endalaust upp að búrinu og gerir í rauninni ekkert. Ef hann gerir þetta mun Luque líklegast vinna auðvelda dómarakvörðun. Önnur sviðsmynd er að við sjáum endurnærðan Woodley sem er ekki lengur hræddur við að láta hendurnar flakka og við fáum frábæran bardaga þangað til annar þeirra liggur meðvitundarlaus á dúknum. Þriðja sviðsmyndin er að Woodley fari til baka í glímuræturnar en það getur farið í báðar áttir fyrir hann. Annað hvort mun hann ná honum niður og vinna þægilega en ef ekki gæti hann orðið mjög þreyttur við að reyna ná honum niður og þetta verði skrautlegt í kjölfarið.

Þessi bardagi er jafn óútreiknanlegur og ákvarðanataka Cody Garbrandt þannig við getum séð allt frá hræðilegum bardaga sem ekkert gerist í til bardaga ársins. Þetta er bardagi sem er vert að bíða eftir en kannski ekki sniðugt að vera með of miklar væntingar.

Alonzo Menifield gegn Fabio Cherant

Þetta er bardagi sem getur eiginlega ekki klikkað, tveir léttþúngavigtarmenn sem eru í lélegri kantinum en báðir frábærir Íþróttamenn. Menifield hefur ekki alveg staðist væntingar í UFC hingað til en hérna átti hann að mæta William Knight en það þurfti að hætta við þann bardaga og mætir þá í staðinn Fabio Cherant sem er nýkríndur ​LFA meistari. Í þeim bardaga fór hann allar fimm loturnar og vann eftir dómarákvörðun. Þetta er bardagi sem erfitt er að spá fyrir en mun líklega vera fram og til baka.

Gillian Robertson gegn Miranda Maverick

Miranda Maverick er hérna að koma inn í sinn annan bardaga í UFC með frekar mikið af hæp á bakvið sig. Þá hefur fólk eins og Jon Anik talað um að hún gæti orðið meistari í framtíðinni. Robertson er í rauninni bara í aukahlutverki í þessum bardaga því að allt hérna snýst um að komast að því hvað Maverick getur. Þannig ef Robertson vinnur verður umræðan líklega ekki um hvað hún er góð heldur hvort Maverick sé verri en búist var við. 

Þetta ætti þó að vera skemmtilegur bardagi. Það litla sem við höfum séð af Maverick er að hún mjög agressíf og er ekki hrædd við að éta eitt högg til að lenda tveimur. Þetta getur hún leyft sér að gera þar sem hún er miklu ​sterkari og höggþyngri en stelpurnar sem hún er að keppa við. Robertson hefur mætt svona stíl áður en það var á móti Maycee Barber þar sem hún tapaði í fyrstu lotu. Maverick verður vonandi grimm og við fáum skemmtilegan bardaga.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular