spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 260

Úrslit UFC 260

UFC 260 fór fram í nótt þar sem barist var upp á þungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins frá skemmtilegu bardagakvöldi.

Stipe Miocic og Francis Ngannou mættust í aðalbardaga kvöldsins. Miocic var ríkjandi þungavigtarmeistari og sigraði Francis Ngannou í fyrri bardaga þeirra árið 2018.

Ngannou hafði greinilega lært af reynslunni frá fyrri bardaganum. Ngannou var þolinmóður, beið átekta og varðist fellunni frá Stipe Miocic í 1. lotu. Ngannou notaði spörkin og hitti nokkrum góðum höggum í 1. lotunni en var annars nokkuð rólegur á meðan meistarinn gerði lítið sem ekkert í 1. lotu.

Í 2. lotu hitti Ngannou með beinni vinstri sem vankaði Miocic. Ngannou fylgdi því eftir með höggum en Miocic stóð og reyndi að svara en Ngannou smellhitti með vinstri krók sem felldi Miocic niður. Ngannou fylgdi því eftir með einu höggi í gólfinu en Miocic var rotaður. Ngannou er því nýr þungavigtarmeistari UFC og mun UFC líklegast reyna að setja hann gegn Jon Jones næst.

Bardagakvöldið var frábær skemmtun og margir bardagar sem kláruðust eftir flott tilþrif. Tyron Woodley byrjaði vel gegn Vicente Luque og af miklum krafti. Hann vankaði Luque og ætlaði að klára en Luque svaraði vel fyrir sig og vankaði Woodley illa. Woodley reyndi að lifa af en féll niður og Luque kláraði hann með uppgjafartaki.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í þungavigt: Francis Ngannou sigraði Stipe Miocic með rothöggi (punches) eftir 52 sekúndur í 2. lotu.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Tyron Woodley með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:56 í 1. lotu.
Bantamvigt: Sean O’Malley sigraði Thomas Almeida með rothöggi (punch) eftir 3:52 í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Miranda Maverick sigraði Gillian Robertson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Léttvigt: Jamie Mullarkey sigraði Khama Worthy með rothöggi (punches) eftir 46 sekúndur í 1. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Hentivigt (206,5 pund): Alonzo Menifield sigraði Fabio Cherant með uppgjafartaki (Von Flue choke) eftir 1:11 í 1. lotu.
Veltivigt: Abubakar Nurmagomedov sigraði Jared Gooden eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk sigraði Modestas Bukauskas eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Omar Morales sigraði Shane Young eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Millivigt: Marc-André Barriault sigraði Abu Azaitar með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:56 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular