spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones næstur í Francis Ngannou?

Jon Jones næstur í Francis Ngannou?

Francis Ngannou er nýr þungavigtarmeistari UFC. Hans fyrsta titilvörn verður mögulega gegn Jon Jones en til þess þurfa samningar að nást.

Jon Jones og UFC hafa átt í stormasömu sambandi á síðustu árum. Jones barðist síðast í febrúar 2020 en lét af hendi léttþungavigtarbeltið í fyrra til að fara upp í þungavigt. Jones hefur ekki ennþá barist í þungavigt en hefur talað opinberlega um að hann vilji fá mun betur borgað og sérstaklega ef hann berst í þungavigt þar sem áhættan er meiri.

Jones hefur lýst því opinberlega yfir að hann vilji eltast við þungavigtarbeltið. Eftir sigur Francis Ngannou á Stipe Miocic í nótt vilja flestir sjá fyrstu titilvörn Ngannou gegn Jon Jones. Sjálfur virðist Jon Jones vera til í bardaga gegn Ngannou en vill fá almennilega borgað.

Dana White, forseti UFC, efaðist á blaðamannafundinum í nótt að Jon Jones vilji raunverulega mæta Ngannou. Dana sagði að Derrick Lewis væri næstur í Ngannou en Jon Jones gæti fengið bardagann ef hann tekur upp símann og hefur samband við stjórnendur UFC.

Það er ljóst að UFC þarf að rífa upp veskið ef Jon Jones á að mæta Francis Ngannou en það ætti að verða þess virði enda yrði það risastór bardagi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular