spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirgir kominn með tvo bardaga: Vona að þetta ár verði annasamt

Birgir kominn með tvo bardaga: Vona að þetta ár verði annasamt

Birgir Örn Tómasson hefur í nógu að snúast á næstu mánuðum. Birgir sigraði sinn annan atvinnubardaga á dögunum og er strax kominn með sinn næsta bardaga.

Birgir mætti Renatas Buskus á King of The Cage bardagakvöldinu í Litháen í febrúar. Birgir og Diego börðust báðir á kvöldinu en daginn fyrir bardagann fékk Birgir nýjan andstæðing. Upphaflega átti Birgir að mæta Paulius Zitinevicius (1-1-1) í léttvigt en skyndilega var nýr andstæðingur kominn inn.

„Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna andstæðingurinn datt út. Ég hélt kannski að hann hafi verið hræddur við að mæta mér en nú er búið að bjóða mér að berjast við hann þann 19. maí í Litháen. Þannig að hann hlýtur að hafa verið veikur eða slasast eitthvað aðeins. En sigurvegarinn úr þeim bardaga á svo að fá að berjast upp á King of the Cage titilinn,“ segir Birgir.

Upphaflega átti bardaginn hjá Birgi að fara fram í -70 kg léttvigt en þegar hann hafði náð vigt var honum tjáð að hann þyrfti að skera meira niður. Eftir að nýr andstæðingur kom inn var ákveðið að bardaginn skyldi fara fram í hentivigt.

„Ég var nýbúinn að drekka hálfan lítra af vatni, blandað stappfullt af kolvetnum og steinefnum sem bindur vatn í líkamanum. Þá var ég tekinn á tal og beðinn um að missa 2,5 kg í viðbót, annars yrði enginn bardagi. Þannig að ég brunaði í næsta gym með gufu og lét mig hafa það að svitna þessari þyngd af mér og var klár tveimur tímum síðar. En þetta var ekki átakalaust verð ég að segja og bara frekar glatað.“

Birgir ber þó engan kala til mótshaldara og hefur samþykkt að berjast aftur hjá þeim í maí í Litháen. „Að berjast þarna í Litháen var bara eins og alls staðar annars staðar. Þetta var ekki stór viðburður en vel að þessu staðið að mörgu leyti. Verst að maður skildi aldrei alveg hvað var í gangi og var oftast seinastur til að frétta af öllum breytingum og svona, væntanlega vegna þess að ég tala ekki tungumálið.“

Birgir átti góðu gengi að fagna í 1. lotu en þegar lotunni lauk sagðist Buskus ekki vilja halda áfram. Bardaginn var því stöðvaður og Birgir sigurvegari eftir tæknilegt rothögg.

„Mér leið vel í bardaganum. Fann mjög fljótt að hann átti ekki mikið í mig. Þetta var alltaf að fara að klárast frekar fljótlega. Ég náði sparki í síðuna og hægri krók í hausinn á síðustu sekúndunum sem virtist meiða eitthvað. Hann fór að minnsta kosti niður út frá því. En svo sagði hann við dómarann að hann væri ekki að fara að halda áfram. Mig grunar að það hafi verið barsmíðarnar almennt sem hann vildi ekki fá meira af. Ég hafði lent fullt af þungum höggum á hann og var ekki að fara að hætta því.“

Birgir er nú 2-0 sem atvinnumaður en báðir sigrarnir hafa komið eftir rothögg í 1. lotu. Ekki nóg með að Birgir sé kominn með bardaga í Litháen í maí þá er hann einnig kominn með bardaga á FightStar bardagakvöldinu í Englandi þann 14. apríl.

„Ég er mjög spenntur fyrir því, frábært að vera kominn aftur á fullt en er að vona að þetta ár verði annasamt. Ég er í fínu formi og bara aldrei verið ferskari. Gekk algjörlega óskaddur úr seinasta bardaga og er strax byrjaður að æfa eins og brjálæðingur fyrir næstu viðureign.“

Stelios Theo (4-1 sem áhugamaður) verður andstæðingur Birgis á FightStar 14 í apríl. Theo er léttvigtarmeistari áhugamanna hjá FightStar en tekur nú sinn fyrsta atvinnubardaga. „Þetta er flotttur tappi, er núverandi amateur léttvigtarmeistarinn í FightStar og er nú að taka sinn fyrsta atvinnubardaga. Hef lítið séð af honum en hann virðist vera hel öflugur striker, en líka frekar ágætur í gólfinu. Á von á hörðum móttökum og geri ráð fyrir hörku stríði eins og svo oft áður.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular