0

Leiðin að búrinu: Magnús ‘Loki’ vs. Gav McGee

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson berst sinn fyrsta atvinnubardaga nú á laugardaginn. Magnús mætir þá Gav McGee á Caged Steel bardagakvöldinu í Doncaster.

Magnús var 7-3-1 sem áhugamaður í MMA en tekur nú sinn fyrsta atvinnubardaga. Magnús átti góðan feril sem áhugamaður og nældi sér meðal annars í brons á Evrópumótinu í MMA árið 2016.

Hans síðasti bardagi fór þó ekki sem skyldi en þar var hann rotaður snemma í 1. lotu. Í Leiðinni að búrinu segir Magnús frá síðasta bardaga en þetta var í fyrsta sinn sem hann hefur verið rotaður.

Andstæðingur hans á laugardaginn er 1-1 sem atvinnumaður og ætti að verða hörku viðureign. Bardaginn fer fram í léttvigt á laugardaginn en RVK MMA mun sýna beint frá bardaganum á Facebook síðu sinni.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.