spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki: Grunaði ekki að heimsfaraldur kæmi í veg fyrir bardaga

Bjarki: Grunaði ekki að heimsfaraldur kæmi í veg fyrir bardaga

Bjarki Ómarsson hefði átt að berjast á laugardaginn. Vegna kórónaveirunnar hefur nánast öllum bardagakvöldum verið aflýst í heiminum og bardagafólkið okkar misst bardaga.

Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (2-1) átti að mæta Richie Bonallie (1-1) í atvinnubardaga í fjaðurvigt en bardaginn átti að fara fram á Rise and Conquer bardagakvöldinu í Sunderland þann 26. apríl. Kári Jóhannesson, Bjarki Eyþórsson og Venet Banushi voru einnig komnir með bardaga á kvöldinu.

Þegar bardaginn var fyrst staðfestur voru 10 vikur í bardagann og því góður fyrirvari fyrir Bjarka að undirbúa sig. Líkt og hjá fleiri Íslendingum hefur verið erfitt að fá bardaga og andstæðingarnir oft þurft að hætta við.

„Það var langt í þetta og ég var að gera allt til að meiðast ekki og vona að andstæðingurinn myndi ekki meiðast. Það var það eina sem ég hugsaði um. Grunaði aldrei að bardaginn yrði ekki út af heimsfaraldri,“ segir Bjarki og hlær.

Um miðjan mars var ljóst að bardagakvöldið færi ekki fram. Faraldurinn var þá í mikilli uppsveiflu og verið að hætta við bardagakvöld víða. Á sama tíma voru allar MMA og glímuæfingar felldar niður hér á landi vegna fjarlægðarmarka.

„Ég var orðinn nokkuð svartsýnn á að bardaginn yrði ekki strax í byrjun mars. Þegar samkomubannið var sett á þá var ég orðinn viss um að þetta yrði ekki að veruleika. Ég var kominn nokkuð langt í undirbúningnum en ekkert svo mikið farinn að pæla í andstæðingnum strax.“

Á meðan allir bardagaklúbbar landsins eru lokaðir æfir Bjarki heima hjá sér. „Ég er að æfa bara mikið heima eins og allir. Ég er með hjól frá Sportvörum og ketilbjöllu. Ég fylgi prógrammi sem ég fæ frá Unnari styrktarþjálfara og geri það sem ég get.“

„Ég vona að ég fái að keppa næsta haust en hver veit hvað þetta ástand mun endast lengi. Kannski verður það ekkert fyrr en í lok árs. Það er ömurlegt að geta ekki glímt eða tekið MMA-æfingar. Maður er smá að verða geðveikur á því og svo er hrikalegt líka að hafa ekkert UFC til að horfa á. Þannig að maður horfir bara mikið á æfingamyndbönd og gamla bardaga.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular