Mjölnismennirnir Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson munu allir keppa á Shinobi War 7 bardagakvöldinu í Liverpool. Bardagarnir fara fram þann 30. apríl.
Þetta verður í þriðja sinn sem Mjölnir sendir keppendur á Shinobi en bardagasamtökin þykja einstaklega fagmannleg. Bjarki Þór Pálsson vann léttvigtarbelti samtakanna í september 2014 og þá átti Keppnislið Mjölnis góða ferð á Shinobi War 5 í fyrra.
Bjarki Ómarsson (5-4) keppir í fjaðurvigt, Egill Øydvin (4-1) í léttþungavigt og Hrólfur (2-1) í millivigt. Þremenningarnir börðust allir síðast á Evrópumótinu í Birmingham í nóvember.
Ekki er ólíklegt að fleiri Íslendingar bætist við á bardagakvöldið. Við munum flytja ykkur frekari fréttir af bardögunum þegar nær dregur.