spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson: Aldrei verið í eins góðu formi eins og núna

Bjarki Ómarsson: Aldrei verið í eins góðu formi eins og núna

Mynd: Snorri Björns.

Bjarki Ómarsson er loksins kominn með bardaga. Bjarki mætir þá James Hendin á Fightstar kvöldinu á laugardaginn en biðin eftir bardaga var löng og erfið.

Bjarki Ómarsson hefur ekki barist síðan hann sigraði Mehmosh Raza í desember í fyrra. Það var hörku bardagi og hans fyrsti atvinnubardagi. Síðan þá hefur ekkert gerst og var Bjarki feginn því að fá loksins bardaga.

„Ég var mjög feginn þegar þetta var staðfest. Þetta er búið að vera dálítið erfitt að bíða eftir bardaga en maður er orðinn vanur því. Ég var búinn að bíða í núna rúmt ár og endaði á að taka bardaga í þyngdarflokki fyrir ofan mig,“ segir Bjarki en vanalega keppir hann í fjaðurvigt (66 kg) en keppir nú í léttvigt (70 kg).

Fyrir bardaga Gunnars Nelson gegn Alex Oliveira var mikið talað um nýjar þrek- og styrktaræfingar sem Gunnar var í undir handleiðslu Unnars Helgasonar. Gunnar hefur aldrei verið í eins góðu formi og fyrir þann bardaga en Bjarki hefur sjálfur verið að taka sömu æfingar með Gunnari.

„Ég finn mikinn mun á mér núna og áður, hef aldrei verið í eins góðu formi eins og núna. Ég finn sérstaklega fyrir þessu þegar maður er að jafna sig eftir lotu til að undirbúa sig fyrir næstu lotu. Ég finn líka að ég get gert miklu meira án þess að verða þreyttur strax. Ég veit samt að sama hversu góðu formi maður er í þá verður maður alltaf þreyttur í bardaga en núna er ég betur undirbúinn í það heldur en síðast.“

Í hans fyrsta atvinnubardaga fann Bjarki mun á því að fara þrjár þriggja mínútu lotur (eins og í áhugamannabardaga) eða þrjár fimm mínútna lotur í fyrsta sinn. Bjarki varð tiltölulega fljótt þreyttur þá og ætlar ekki að láta það sama koma fyrir aftur. Þó bardaginn hafi komið með tiltölulega stuttum fyrirvara er Bjarki samt vel undirbúinn þar sem hann hefur verið að horfa á þessa dagsetningu, 15. desember, í dágóðan tíma.

Bjarki mætir Bretanum James Hendin en hann er 7-2 sem áhugamaður og verður þetta hans fyrsti atvinnubardagi. „Ég veit voða lítið um hann annað en að hann er svart belti í júdó og er að taka sinn fyrsta pro fight á móti mér. Það verður ekki góð byrjun á atvinnuferlinum hans.“

„Ég veit bara að ég vinn hann á bestu frammistöðu sem ég hef nokkurn tímann sýnt. Það hefur enginn séð hvað ég er búinn að vera að gera síðasta árið en núna fæ ég loksins að sýna það. Ég veit ekki hvernig ég vinn, veit bara að ég vinn.“

Bjarki berst á laugardaginn á Fightstar 16 bardagakvöldinu í London en sama kvöld mun Bjartur Guðlaugsson berjast áhugamannabardaga gegn Noah Mannion.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular