spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson: Aldrei liðið jafn vel fyrir bardaga

Bjarki Ómarsson: Aldrei liðið jafn vel fyrir bardaga

bjarki team
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bjarki Ómarsson sigraði Danny Randolph örugglega síðastliðið laugardagskvöld. Bardaginn fór fram á Shinobi War 4 bardagakvöldinu í Liverpool og heyrðum við aðeins í Bjarka eftir bardagann.

Bjarki átti mjög góða frammistöðu á laugardaginn og getur hann verið mjög sáttur með bardagann. „Ég var búinn að vinna mikið í wrestlinginu og náði að nýta mér það vel í bardaganum. Mér fannst bardaginn ganga mjög vel og átti ég allar lotunar. Alveg í byrjun bardagans skullu höfuð okkar saman og þá myndaðist smá skurður, en annars truflaði hann mig ekki neitt og ég hugsaði ekkert um skurðinn,“ segir Bjarki en hann fékk sauma strax eftir bardagann.

Þetta var 13. bardagi Daryl Randolph en hvernig andstæðingur var hann? „Hann var mjög aggresívur og mjög höggþungur og vildi halda bardaganum standandi. Eftir bardagann heyrði ég að hann ætlaði að gera nákvæmlega það sama og Rick Story gerði við Gunna [Gunnar Nelson] enda sagði Gunni að hann minnti hann svolítið á Rick Story. Hann var mjög massaður að sjá en það sem kom mér á óvart var að ég var sterkari en hann. Ég tók eftir því eftir fyrstu lotu að ég var betri en hann í gólfinu og var einnig að vinna hann í clinchinu. Ég ákvað að nýta mér það og ætlaði að reyna að klára hann í gólfinu.“

Þetta var fimmti áhugamannabardagi Bjarka og segir hann að hver bardagi sé einstakur. „Hver og einn bardagi er alltaf öðruvísi. Þessi bardagi minnti mig dálítið á minn annan bardaga þar sem andstæðingarnir voru líkir – mjög reyndir og alveg grjótharðir. Þetta verður alltaf auðveldara með hverjum bardaganum en þetta verður aldrei auðvelt. Þetta er alltaf erfitt og þá sérstaklega í bardagavikunni. Mér hefur samt aldrei liðið jafn vel fyrir bardaga og núna og vonandi heldur það svona áfram.“

Bjarki er núna með þrjá sigra og tvö töp á áhugamannaferlinum en hvað er framundan hjá honum? „Núna ætla ég að hvíla aðeins, vonandi taka þátt á Europeans [Evrópumeistaramótið í nogi glímu] í Róm í apríl og síðan taka einn eða tvo MMA bardaga í viðbót og fara svo pro!“

Að lokum vill Bjarki skila þökkum til Mjölnis, æfingafélaganna, þjálfaranna, vina og fjölskyldu. Hægt er að fylgjast með framgöngu Bjarka á Facebook síðu hans hér.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular